Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á bás Icelandic Lamb á matvöru­sýningunni Japan – Food Table í Tókýó.
Á bás Icelandic Lamb á matvöru­sýningunni Japan – Food Table í Tókýó.
Mynd / SH
Fréttir 9. mars 2017

Japanir vilja kaupa 1.000 tonn af lambakjöti á ári á góðu verði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Icelandic Lamb, dótturfyrirtæki Markaðsráðs kindakjöts, tók nýverið þátt í mikilli matarvörusýningu í Tókýó í Japan – Food Table 2017. Verkefnið var í samstarfi við útflytjendur og samstarfsaðila ytra og var unnið með stuðningi utanríkisþjónustunnar. Þegar hafa verið flutt út nokkur tonn af lambakjöti á þennan markað en útlit er fyrir að hann sé að springa út.
 
Svavar Hall­dórsson, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda, segir þetta lofa mjög góðu.
„Okkar sam­starfsaðili í Japan er bæði að kaupa hrossakjöt og lamb frá Íslandi. Nú erum við að ganga frá samningi við hann um notkun á Icelandic Lamb-vörumerkinu og öllu því kynningar- og auglýsingaefni sem því fylgir.“ 
 
50 milljóna manna markaður
 
Samstarfs­aðilinn hefur skuldbundið sig til að leggja talsvert fjármagn í markaðs- og kynningarstarf og ráðið sérstakt starfsfólk til að sjá um íslenska kjötið. Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega velmegandi og kröfuharður markaður,“ segir Svavar. „En hann er líka risavaxinn. Á stór-Tókýó-svæðinu búa um 50 milljónir manna.“ 
 
Japanska samstarfsfyrirtækið flytur nú þegar um 10 þúsund tonn af hágæða kjöti inn til Japans á ári og selur til veitingastaða og sérverslana. 
 
„Hann er staðráðinn í að vinna með okkur,“ segir Svavar, „og verðið sem við erum að fá í Japan er eitt það hæsta sem við sjáum. Þarna erum við að fara inn á hæsta enda markaðar sem er þekktur fyrir gæði og kröfur.“
 
Verðið í sumum tilvikum hærra en smásöluverð á Íslandi
 
Heildsöluverðið sem við fáum er ekki slakara en það sem fæst með sölu inn á veitingastaði og sérverslanir í Bandaríkjunum. Þetta eru hins vegar að hluta til aðrir skurðir og aðrir bitar, en kannski er einfaldast að orða þetta þannig að heildsöluverðið sem við fáum í Japan er í mörgum tilfellum hærra en verð út úr búð á Íslandi.“ 
 
Nú þegar liggur fyrir sölu- og markaðsáætlun frá japanska fyrirtækinu. Samkvæmt henni ætla þeir að stækka sitt fyrirtæki um 10% með íslenska lambakjötinu. 
 
„Það þýðir að eftir þrjú ár gera þeir ráð fyrir um 350 tonna sölu á ári,“ segir Svavar, „en nærri 1.000 tonnum eftir fimm ár.“ 
 
Svavar segir meðvitaða neytendur um allan heim taka nú meira tillit til umhverfisfótspors þeirrar vöru sem þeir kaupa og þetta eigi líka við í Japan. 
 
„Innflutningur á lambakjöti til Japans nemur um 20 þúsund tonnum á ári. Við ætlum okkur um 5% af þeirri köku, en við erum hins vegar að tala um verðmætustu sneiðina,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda.  
 
– Sjá umfjöllun á bls. 32–34 í Bændablaðinu sem kom út í dag.
Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...