Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Glyfosat bannað í löndum ESB
Fréttir 20. nóvember 2017

Glyfosat bannað í löndum ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 2022 verður öll notkun á illgresiseitrinu glyfosat bönnuð í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup sem margir Íslendingar þekkja.

Leyfi til að nota efnið verður ekki endurnýjað innan aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem hreinn meirihluti fyrir endurnýjun þess náðist ekki í atkvæðagreiðslu. Lönd sem meðal annarra voru hliðholl áframhaldandi notkun efnisins voru Danmörk, Bretland og Holland en lönd á móti meðal annarra, Belgía, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg.

Málið fer fyrir áfrýjunarnefnd í nóvember, en að öllu óbreyttu mun leyfið renna út 15. desember næstkomandi. 

Rannsóknir sýna að leifar af efninu finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir benda til að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...