Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reynisrétt undir Akrafjalli.
Reynisrétt undir Akrafjalli.
Mynd / Bbl.
Fréttir 23. ágúst 2018

Fjár- og stóðréttir 2018

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
 
Bændablaðið birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á örfáum stöðum eru gloppur í listanum þar sem umbeðnar upplýsingar hafa ekki borist. 
 
Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar. Víða eru fyrri og seinni réttir og eru dagsetningar tilteknar í listanum þar sem við á. Upplýsingar um dagsetningar rétta eru birtar, skipt eftir landshlutum en í stafrófsröð innan hvers landshluta. Listi yfir helstu stóðréttir á landinu er neðst á síðunni.
 
Leitið til heimamanna
 
Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.
 
Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum. Vinsamlegast getið heimilda ef vitnað er í listann í öðrum miðlum.

Markmiðið að safna myndum frá öllum réttum landsins
 
Bændablaðið óskar eftir ljósmyndum af öllum réttum landsins. Tilgangurinn er að nota myndirnar á nýrri upplýsingasíðu á Netinu sem er í smíðum. Myndir af bæði fjár- og stóðréttum óskast sendar á netfangið tb@bondi.is eða merktar inni á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #réttir2018 ásamt upplýsingum um heiti rétta og myndasmiðs. Skilyrðin eru að myndirnar sýni réttirnar og umhverfi þeirra. Áskilinn er réttur til að birta myndirnar á Netinu.
 
Gisting á Hótel Sögu og bókar­verðlaun
 
Dregið verður úr nöfnum þeirra ljósmyndara sem senda réttarmyndir og fær einn þeirra að launum gistingu fyrir tvo á Hótel Sögu ásamt morgunmat. Þrír myndasmiðir til viðbótar fá senda veglega bókargjöf.
 
Smellið á kortið til að stækka það.
 
 
Suðvesturland  
Fossvallarétt við Lækjarbotna (Rvk/Kóp) sunnudaginn 16. sept., kl. 11.00
Hraðastaðarétt  í Mosfellsdal sunnudaginn 16. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 30. sept.
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 16. sept. kl. 15.00, seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 15. sept. kl. 14.00
   
Vesturland  
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 16. sept. kl. 11.00
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 23. sept. 
Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 16. sept.
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudaginn 16. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 15. sept.
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. sunnudaginn 9. sept., seinni réttir lau. 22. sept.
Fróðárrétt í Fróðárhreppi Ekki réttað lengur.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudaginn 16. sept.
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudaginn 11. sept., seinni réttir mán. 24. sept. og mán. 1. okt.
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 10. sept., seinni réttir sun. 23. sept. og mán. 1. okt. 
Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð mánudaginn 24. sept.
Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði laugardaginn 15. sept. kl. 15.00
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu sunnudaginn 2. sept. kl. 11.00
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardaginn 15. sept.
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. sunnudaginn 23. sept.
Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. mánudaginn 17. sept. kl. 16.00, seinni réttir lau. 29. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardaginn 8. sept.
Mýrar í Grundarfirði laugardaginn 15. sept. kl. 15.00
Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudaginn 18. sept., seinni réttir sun. 7. okt.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 1. sept. kl. 15.00
Núparétt í Melasveit, Borg. sunnudaginn 9. sept. kl. 13.00, seinni réttir lau. 22. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudaginn 5. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 30. sept.
Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. laugardaginn 15. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 28. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 16. sept., seinni réttir sun. 30. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 22. sept., seinni réttir lau. 29. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. sunnudaginn 16. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal.  sunnudaginn 16. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg.  sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 30. sept. 
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudaginn 10. sept. kl. 10.00, seinni réttir mán. 24. sept.
Tungurétt á  Fellsströnd, Dal. laugardaginn 15. sept.
Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 15. sept.
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf.  sunnudaginn 16. sept. kl. 10.30, seinni réttir lau. 29. sept. kl. 16.00
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 10. sept. kl. 7.00, seinni réttir mán. 24. sept. og mán. 1. okt. 
Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. laugardaginn 15. sept.
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 22. sept.
   
Vestfirðir  
Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði laugardaginn 22. sept.
Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A-Barð. laugardaginn 8. sept.
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 21. sept.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði laugardaginn 22. sept.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði laugardaginn 22. sept.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 23. sept. kl. 14.00
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 23. sept. kl. 11.00
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 16. sept. kl. 14.00, seinni réttir sun. 30. sept.
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði laugardaginn 22. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 22. sept., kl. 12.00
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardaginn 15. sept. kl. 16.00 og lau. 22. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 15. sept., kl. 16.00
Minni-Hlíð í Hlíðardal laugardaginn 15. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardaginn 22. sept. kl. 14.00
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. föstudaginn 7. sept. kl. 16.00, seinni réttir lau. 22. sept.
Staðarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 21. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 9. sept. kl. 14.00, seinni réttir sun. 23. sept.
Stóra-Fjarðarhorn, Kollafirði í Strandabyggð sunnudaginn 16. sept. kl. 16.00, seinni réttir lau. 29. sept.
Syðridalsrétt í Bolungarvík laugardaginn 15. sept.
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 22. sept.
   
Norðvesturland  
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 8.00
Beinakeldurétt, A.-Hún. þriðjudaginn 11. sept. kl. 9.00
Fossárrétt í A.-Hún.  laugardaginn 8. sept., seinni réttir lau. 15. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardaginn 8. sept.
Hlíðarrétt / Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún. sunnudaginn 9. sept. kl. 16.00
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 9.00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand.  laugardaginn 15. sept. kl. 16.00, seinni réttir sun. 30. sept., kl. 13.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 13.00
Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 8. sept., seinni réttir lau. 15. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A.-Hún. laugardaginn 1. sept. kl. 16.00
Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún. sunnudaginn 9. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 16. sept. kl. 9.00
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 8.30
Sveinsstaðarétt, A.-Hún. sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudaginn 7. sept. kl. 12.30, seinni réttir lau. 8. sept. kl. 9.00
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudaginn 7. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 8. sept.
   
Mið-Norðurland  
Akureyrarrétt við Hrappstaði, Eyjafirði Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyjafirði laugardaginn 8. sept.
Dalvíkurrétt, Dalvík laugardaginn 8. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skagafirði laugardaginn 8. sept.
Flókadalsrétt í Fljótum, Skagafirði sunnudaginn 16. sept.
Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði sunnudaginn 9. sept.
Hlíðarrétt í Vesturdal, Skagafirði sunnudaginn 16. sept.
Hofsrétt í Vesturdal, Skagafirði laugardaginn 15. sept.
Holtsrétt í Fljótum, Skagafirði laugardaginn 15. sept.
Hraunarétt í Fljótum, Skagafirði föstudaginn 7. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 8. sept.
Kleifnarétt í Fljótum, Skagafirði laugardaginn 8. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudaginn 9. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudaginn 9. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 9. sept.
Ósbrekkurétt í Ólafsfirði föstudaginn 14. sept. og lau. 15. sept.
Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyjafirði laugardaginn 8. sept.
Reykjarrétt í Ólafsfirði laugardaginn 8. sept. og sun. 9. sept. Fljótafé réttað í Stíflurétt 10. sept.
Sauðárkróksrétt (Króksrétt), Skagafirði laugardaginn 8. sept.
Selnesrétt á Skaga, Skagabyggð laugardaginn 8. sept.
Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardaginn 15. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skagafirði mánudaginn 10. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði laugardaginn 8. sept.
Skálárrétt í Hrollleifsdal, Skagafirði laugardaginn 15. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyjafirði föstudaginn 14. sept. kl. 10.00
Staðarrétt (Reynisstaðarrétt), Skagafirði sunnudaginn 9. sept.
Stíflurétt í Fljótum, Skagafirði föstudaginn 14. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal sunnudaginn 9. sept. kl. 13.00
Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skagafirði laugardaginn 15. sept.
Vatnsendarétt, Eyjafirði sunnudaginn 9. sept.
Vallarétt, Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 9. sept. kl. 10.30
Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyjafirði laugardaginn 8. sept., seinni réttir lau. 15. sept.
Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi, Eyjafirði laugardaginn 15. sept.
Þverárrétt í Öxnadal, Eyjafirði mánudaginn 17. sept. kl. 10.00
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 2. sept. kl. 10.00
   
Norðausturland  
Álandstungurétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði mánudaginn 10. sept. kl. 8.00
Árrétt í Bárðardal sunnudaginn 9. sept. kl. 8.00
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudaginn 2. sept. kl. 9.30
Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 15. sept. kl. 8.00
Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd, S.-Þing laugardaginn 8. sept.
Fjallalækjarselsrétt sunnudaginn 2. sept.
Fótarétt í Bárðárdal mánudaginn 3. sept. kl. 9.00
Garðsrétt í Þistilfirði sunnudaginn 2. sept.
Gljúfurárrétt í Grýtubakkahr., S.-Þing. sunnudaginn 9. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 16. sept.
Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 15. sept. kl. 8.00
Hallgilsstaðarétt á Langanesi sunnudaginn 16. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudaginn 2. sept. kl. 10.00
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00
Húsavíkurrétt laugardaginn 8. sept. kl. 14.00
Hvammsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði föstudaginn 14. sept. kl. 15.00
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudaginn 2. sept. kl. 9.00
Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing.  sunnudaginn 9. sept. kl. 8.30
Landsrétt í Öxarfirði, N.-Þing. fimmtudaginn 6. sept.
Leirhafnarrétt á Melrakkasléttu, N-Þing sunnudaginn 16. sept. kl. 10.00
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudaginn 9. sept. kl. 9.00
Mánárrétt á Tjörnesi sunnudaginn 9. sept.
Miðfjarðarnesrétt á Langanesi sunnudaginn 2. sept.
Miðfjarðarrétt föstudaginn 21. sept.
Mýrarrétt í Bárðardal, S.-Þing. laugardaginn 1. sept. kl. 8.00
Ósrétt á Langanesi sunnudaginn 16. sept.
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing. þriðjudaginn 4. sept.
Skógarrétt í Reykjahverfi, S.-Þing.  laugardaginn 8. sept. kl. 14.00
Svalbarðsrétt laugardaginn 8. sept.
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S.-Þing. sunnudaginn 16. sept.
Tungugerðisrétt á Tjörnesi laugardaginn 8. sept.
Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing. sunnudaginn 2. sept.
Tunguselsrétt á Langanesi sunnudaginn 2. sept.
Víðikersrétt í Bárðardal, S.-Þing. sunnudaginn 2. sept. kl. 16.00
Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S.-Þing. laugardaginn 15. sept.
Þorvaldsstaðarétt, Langanesbyggð sunnudaginn 9. sept.
   
Austurland  
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Ormarsstaðarétt í Fellum, Fljótsdalshéraði sunnudaginn 23. sept. kl. 13.00
Hauksstaðarétt, Vopnafirði laugardaginn 8. sept.
Teigsrétt, Vopnafirði sunnudaginn 9. sept.
   
Suðausturland  
Borgarhafnarrétt, Suðursveit, A.-Skaft. laugardaginn 8. sept. kl. 15.30
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudaginn 7. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardaginn 15. sept.
Lögrétt Álftveringa í landi Holts og Herjólfsstaða  Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Skaftárrétt, V.-Skaft. laugardaginn 8. sept.
   
Suðurland  
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, Rang.  sunnudaginn 16. sept. kl. 14.00
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn.  sunnudaginn 16. sept. kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang. mánudaginn 10. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang.  sunnudaginn 16. sept.
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 16. sept. kl. 11.00
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudaginn 9. sept. kl. 9.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardaginn 15. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt  í Mosfellsdal sunnudaginn 16. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 30. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, Árn. föstudaginn 14. sept. kl. 10.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. laugardaginn 15. sept. kl. 14.00, seinni réttir lau. 29. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 16. sept. kl. 15.00, seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudaginn 20. sept.
Laugarvatnsrétt, Árn. sunnudaginn 9. sept. kl. 17.00
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 15. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardaginn 15. sept. kl. 9.00
Selflatarétt í Grafningi mánudaginn 17. sept. kl. 10.00
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, Rang. laugardaginn 15. sept., seinni smölun lau. 6. okt.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 16. sept. kl. 9.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudaginn 14. sept. kl. 11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardaginn 8. sept. kl. 9.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. sunnudaginn 16. sept. kl. 14.00
Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang sunnudaginn 9. sept. kl. 9.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 15. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 16. sept. kl. 16.00
 

 

Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar

 
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit sunnudaginn 16. sept., kl. 17.00
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 16. sept., kl. 11.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardaginn 15. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt  í Mosfellsdal sunnudaginn 16. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 30. sept.
Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardaginn 15. sept. kl. 14.00, seinni réttir lau. 29. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 16. sept. kl. 15.00, seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Selflatarétt í Grafningi mánudaginn 17. sept. kl. 10.00
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 16. sept. kl. 9.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 15. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 16. sept. kl. 16.00

Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.733/2012 eru seinni leitir tveim vikum síðar og er því réttað aftur í flestum framangreindum réttum dagana 29. sept. - 1. október. Hafa skal í huga að tímasetningar leita og rétta geta breyst, einkum vegna veðurs.

 

Stóðréttir haustið 2018  
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 22. sept. kl. 16.00
Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 28. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 28. sept.
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. föstudaginn 28. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 16. sept. kl. 16.00
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 29. sept.
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. okt. kl. 13.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 8. sept. kl. 9.00
Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 8. sept. og lau. 15. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 15. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 16. sept. kl. 11.00
Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 15. sept. kl. 16.00
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 6. okt. kl. 12.00
Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 28. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 22. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 6. okt. kl. 11.00
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. okt. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 29. sept. kl. 12.30

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...