Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gömul og falleg hortensía í Grasagarðinum í Laugardal.
Gömul og falleg hortensía í Grasagarðinum í Laugardal.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 18. júní 2021

Tími hortensíunnar er runninn upp

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Sumar garðplöntur eru einfaldlega klassískar. Litir og form garðblóma heilla ræktendur en vinsældirnar eru hverfular, nýjar tegundir og yrki koma og fara en birtast stundum aftur löngu síðar og erfitt er að sjá fyrir um hvað veldur. Aðrar tegundir hafa haldið sínum virðulega sess sem glæsilegar garðplöntur í íslenskum görðum.

Ein þeirra er garðahortensía eða hindarblóm/stofuhind (Hydrangea macrophylla) sem ættuð er frá Japan og Kóreu. Hún hefur verið ræktuð hér á landi í heila öld hjá áhugasömu garðræktarfólki en í Evrópu tóku Hollendingar hana til ræktunar skömmu fyrir 1800. Vissulega hefur vegur hennar ekki verið samfelld sigurganga hjá okkur en þeir eru þó margir garðeigendurnir sem geta varla hugsað sér sumarið án þess að hafa nokkra fulltrúa þeirrar tegundar á besta stað í blómakeri eða í uppáhalds blómabeðinu þar sem er bjart, hlýtt og skjólsælt.

Plöntur tilbúnar til sölu.

Plönturnar eru tilbúnar í garðplöntustöðinni núna

Plöntunum er fjölgað með græðlingum og eru seldar með þroskuðum blómbrumum í garð­plöntu­stöðvum á vorin og fram á sumar. Þær eru ræktaðar í tiltölulega stórum pottum því þær verða stórvaxnar og ræturnar þurfa talsvert rými. Allir sem reynt hafa að rækta hortensíur þekkja að þær þurfa mikla og reglulega vökvun, sérstaklega á blómgunartímanum. Laufblöðin eru líka stór og taka til sín mikið af vatni. Þá er gott að hafa pottinn í stærra lagi. Koma þarf því þannig fyrir að umframvatn standi ekki uppi í pottinum eftir vökvun því ræturnar þurfa líka á súrefni að halda. Það er semsagt líka hægt að vökva of mikið.

Sýrustig jarðvegs hefur áhrif á blómlitinn

Algengasti blómlitur horten­síunnar er ljósblár en þær eru einnig til bleikar, hvítar og rauðar. Súr jarðvegur hvetur til myndunar bláa litarins. Notast má við áburð og mold sem ætluð er plöntum sem kjósa súran jarðveg eins og lyngrósir frá vori og fram á sumar. Á sama hátt skerpir basískur og kalkríkur jarðvegur með háu sýrustigi lit bleikra eða hárauðra yrkja eins og algengt er í gróðurmold sem ætluð er pottaplöntum. Ef til vill þarf þá að gefa dálítið auka kalk í jarðveginn til að hækka sýrustigið. Hvítar hortensíur halda sínum lit óháð sýrustigi en geta tekið á sig daufbleikan lit með tímanum. Blómin, sem standa mörg saman mynda kúlulaga form sem geta orðið stór og fjöldamörg á eldri plöntum.

Hortensían launar dekrið

Hér erum við með tegund sem gerir kröfur til síns ræktanda. Jöfn og mikil vökvun á blómgunartíma, birta, skjól, dauf áburðarlausn öðru hvoru og loftríkur jarðvegur fær hana til að líða vel og sýna þá sínar allra bestu hliðar með sínum glæsilegu blómum. Tegundin er hins vegar ekki kuldaþolin og er þess vegna ekki sett út í garð fyrr en frosthætta er liðin hjá.


Vetrarumhirða

Þegar blómgunartíminn er liðinn er rétt að fjarlægja visin blómin. Þá fer plantan að huga að því að búa sig undir vetrardvala. Hér á landi er ekki hægt að gera ráð fyrir að hortensíur yfirvetri í garðinum en að áliðnu sumri þarf að færa þær inn í svalan gróðurskála þar sem henni ætti að líða betur þar til vorar á ný. Þá hefur hún hlaðið á sig blómbrumum sem skila enn meira blómskrúði. Gamlar og virðulegar hortensíur við bestu aðstæður geta orðið mannhæðarháar. Plönturnar þarf ekki að klippa niður nema sem nemur hugsanlegu vetrarkali. Ef greinar eru hins vegar orðnar langar og brothættar má stytta þær nokkuð. Að vori er hægt að færa plöntuna út í vel valinn stað í garðinum en þá er gott að muna að henni líkar illa kuldi og vosbúð.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...