Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tilraunin í Bíafra-spildunni á Hvanneyri. Hér er verið að leggja út meðferðarliðina í tilraunareiti.
Tilraunin í Bíafra-spildunni á Hvanneyri. Hér er verið að leggja út meðferðarliðina í tilraunareiti.
Á faglegum nótum 4. júlí 2022

Hækkun sýrustigs ræktunarjarðvegs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lögð hefur verið út tilraun á Hvanneyri með það að markmiði að hækka sýrustig ræktunarjarðvegs. Með því að ná sýrustigi sem er hentugt nytjajurtum má bæta uppskeru og nýtingu áburðarefna. Aðföng úr staðbundnu hráefni gætu orðið mikils virði fyrir landbúnað hér á landi. Að auki er unnið að því að fá ný viðmið í notkun á skeljasandi og innfluttum kalkgjöfum í jarðrækt.

Gunnhildur Gísladóttir

Snorri Þorsteinsson.

Starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa í nokkur ár rannsakað áhrif mismunandi bergefna á sýrustig mýrarjarðvegs í pottatilraun og niðurstöður gáfu til kynna að leggja þyrfti út stóra tilraun í ræktunarskika.

Jarðræktartilraun í Bíafra

„Það er spilda hér á Hvanneyri sem gengur undir heitinu Bíafra þar sem langtímatilraunir Jarðræktarmiðstöðvarinnar eru staðsettar, því má vona að tilraunin fái að standa yfir lengri tíma og að svörum um langtímaáhrifum kölkunar geti verið svarað,“ segir Gunnhildur Gísladóttir, nemi í búsvísindum hjá LbhÍ og starfsmaður Jarðræktarmiðstöðvarinnar.

Í tilrauninni er verið að bera saman skeljasand, svartan sand úr námu, fjörusand með ögn af skeljabroti, áburðarkalk, dólómít- kalk, blöndum af svörtum sandi og áburðarkalki, svörtum sandi og dólómít-kalki og skeljasandi og áburðarkalki. Allt er prófað í þremur skömmtum, eða því sem samsvarar 5, 10 og 15 tonnum á hektara, nema áburðarkalkið sem var borið á í 300, 600 og 1.000 kg á hektara og dólómít-kalkið sem var borið á í 3, 5 og 10 tonnum á hektara.

„Tilraunin er því mjög stór, eða samtals 99 tilraunareitir, hver reitur er 10 fermetrar. Allar meðferðir eru lagðar út í þremur endurtekningum,“ segir Gunnhildur. Skammtastærðir voru ákvarðaðar út frá þekktum viðmiðunum ásamt því að reynt var að horfa til þess að fá prófanir á hagkvæmum blöndum með tilliti til kostnaðar á aðföngum.

„Niðurstöður pottatilraunarinnar bentu til þess að önnur bergefni en hefðbundinn skeljasandur geta hækkað sýrustig ræktunarjarðvegs,“ segir Snorri Þorsteinsson, jarðræktarráðunautur hjá RML, sem tekur þátt í verkefninu, sem ber heitið „Hækkun sýrustigs ræktunarjarðvegs með innlendum bergefnum“.

Pottatilraunin var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framhaldsverkefnið sem nú er sett upp á Hvanneyrarbúinu hlaut styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem þróunarverkefni í nautgriparækt. Einnig fékkst styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir vinnu Gunnhildar.

Efnin sem notuð voru í tilrauninni. Eftst til vinstri er svartur sandur úr námi, svo fjörusandur, skeljasandur, dólómít-kalk, áburðarkalk og áburður. Fyrir neðan er sáðið; bygg og vallafoxgras og rauðsmári.

Af hverju þarf að hækka sýrustig?

Með því að hækka sýrustig erum við í raun að gera jarðveginn minna súran. Sýrustigskvarðinn (pH) sem unnið er með nær frá 0-14 á pH skala. Þar er 7 hlutlaust og undir því er súrt meðan yfir sjö er basískt.

„Þær nytjajurtir sem eru mest ræktaðar hér á landi dafna milli pH 5,5-7,0. Grös hafa til dæmis meiri möguleika til þess að dafna í neðri jaðri þessara viðmiða heldur en til að mynda belgjurtir. Til þess að ná sem bestum árangri viljum við því ekki liggja í lægstu mörkum og erum við því oft að horfa til þess að sýrustig sé um 6 á pH skala. Áburðarnýting flestra næringarefna batnar við það að hækka sýrustig.

Því getur hækkun leitt til hagkvæmari áburðarkaupa ásamt því að gera búrekstur umhverfisvænni. Sérstaklega ef hægt er að vinna með heimafengin aðföng við hækkun sýrustigs,“ segir Snorri.
Búbót í fleiri bergefnum

Hingað til hefur skeljasandur, sem dælt er upp af hafsbotni eða mokað úr skeljasandsfjörum, mest verið notaður, en kalkið í skeljasandinum vinnur að því að hækka sýrustig hans.

„Það eru fleiri katjónir en kalk sem geta hækkað sýrustig og því er kannski ekki nauðsynlegt að nota aðeins sand með háu kalkmagni.
Þekkt er að veðrun ýmissa bergefna getur verkað á móti sýrumyndun í jarðvegi. Var það ein af ástæðum þess að farið var af stað í þessar rannsóknir.

Oft er verið að horfa á að bera á 5–10 tonn á hektara af skeljasandi við endurræktun.

Fer magnið eftir jarðvegsgerð og sýrustigsástandi en það er kostnaðarsamt að flytja mikið magn af efni um landið. Það væri mikil búbót ef hægt væri að finna viðmið fyrir fleiri bergefni sem gætu nýst til þess að hækka sýrustig en hefðbundnar lausnir,“ segir Snorri.

Fyrstu niðurstöður að vænta í sumar

Fyrstu niðurstaðna tilraunarinnar í spildu Hvanneyrarbúsins er að vænta í sumar.

„Við tókum jarðvegssýni úr hverjum reit og frumniðurstöður sýndu að sýrustigið var um pH 5,2-5,5. Við munum svo mæla sýrustigið aftur í haust og sjá hvort það hefur orðið breyting. Við sáðum vallafoxgrasi og rauðsmára í alla reiti en einnig byggi. Við stefnum svo að uppskeru mæla alla reiti með reitasláttuvél Jarðræktarmiðstöðvarinnar.

Bygg og rauðsmári eru góðar vísiplantöntur í þessa tilraun vegna þess hve illa þær þrífast í súrum jarðvegi og byggið getur orðið fyrir ál-eitrun þar sem blöðin gulna og plantan vex illa. Það getur því komið áhugaverður samanburður strax í ár en vissulega munu áhrif kölkunar koma fram á lengri tíma,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri.

Vonir standa til að áfram verði hægt að mæla uppskerutilraunina á næsta ári og fylgjast með sýrustigsbreytingum jarðvegsins ásamt því að efnagreina uppskeru úr hverjum reit.

„Það veltur allt á því að fjármagn fáist í rannsóknirnar,“ segir Hrannar.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...