Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Mynd / Vefsíða RARIK
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum RARIK í sumar. Á Norðurlandi hafa aldrei áður verið jafn mörg jarðstrengsverkefni í gangi samtímis.

Á tímabili voru fjórir plægingaflokkar að plægja niður strengi samtímis á Norðurlandi og þessa dagana er unnið að jarðstrengslögn í Svarfaðardal sem reiknað er með að ljúki um þessar mundir og verður Svarfaðardalur þá spennusettur.

Í Öxarfirði er einn plægingaflokkur að vinna og annar við Raufarhöfn og ráðgert er að hefja jarðstrengslögn í Fljótum nú í vikunni. Þrátt fyrir að jarðstrengslagnir hafi gengið vel í sumar og að nú sé farið að hausta verður vinnunni haldið áfram á meðan veður leyfir.

Tengivinna við Jökulsá á fjöllum í Öxarfirði.

Ýmis verkefni fram undan

Fyrir liggur m.a. að því er fram kemur á vefsíðu RARIK að leggja jarðstrengi í síðasta bútinn milli Kópaskers og Raufarhafnar en að því verki loknu verður Raufarhöfn komin með tengingu um jarðstreng alla leið frá aðveitustöðinni við Kópasker. Þá verður lagður jarðstrengur í stað loftlínu frá aðveitustöð í Árskógi í Dalvíkurbyggð og út á Hámundarstaðaháls. Loks verður lagður jarðstrengur frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum. Strengurinn kemur í stað einnar elstu loftlínu RARIK sem reist var 1946. Umræddur strengur verður á næstu árum rekinn á 22 kV spennu, eins og tengingin til Siglufjarðar er nú.

Þegar þessum verkefnum er lokið verður búið að plægja og tengja 50 kílómetra af háspennustrengjum á Norðurlandi á árinu og tengja 25 spennistöðvar og þar með verða flestar línur sem skemmdust í óveðrinu á Norðurlandi 2019 komnar í jörðu nema línan til Ólafsfjarðar og út á Skaga og línan neðst í Fnjóskadal frá Þverá að Skarði.

Skylt efni: háspennulínur

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...