Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Fréttir 9. mars 2021

Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um stað­setningu skipa í innsiglingar­rennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingar­rennunnar fjær höfn­inni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Endurbygging og stækkun stálþils­bryggjunnar er á fram­kvæmda­­áætlun siglingasviðs Vega­gerðar­innar 2021–2024.
Stækkunin er lenging á viðlegu­kanti til suðvesturs, þannig að bryggj­an, sem er eins og L í laginu, verður T laga.

Bætt aðstaða fyrir stærri skip

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri, vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps.

Undirbúningur er hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf., sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. 

Skylt efni: Reykhólar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f