Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Hafrayrkið Perttu á Vindheimamelum í Skagafirði 22. ágúst 2021.
Fréttir 30. ágúst 2021

Eiturefni af völdum sveppa nánast óþekkt í íslenskum höfrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í verkefninu Mannakorn, þar sem könnuð var uppskera á mismunandi yrkjum hafra, voru einnig gerðar mælingar á sveppaeiturefnum í höfrum úr tilraunum Jarðræktar­miðstöðvar­innar á Hvanneyri við Land­búnaðar­háskóla Íslands.

Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ á Hvanneyri, segir að ásamt uppskerumælingum hafi aðrir gæðaþættir verið metnir í verkefninu, meðal annars efnagreiningar og mælingar á sveppaeiturefnum framkvæmdum af MATÍS, sem eru alltaf mæld í ræktunum erlendis.

Mýkótoxín

„Sveppaeiturefni, öðru nafni mýkó­toxín, getur myndast í sumum myglu­sveppum í náttúr­unni eða fóðurgeymslum þegar umhverfis­aðstæður, einkum raki og hiti, eru fullnægjandi. Sveppaeiturefni eru aðskotaefni sem geta skaðað heilsu búfjár og fólks. Sum sveppaeiturefni eru mjög öflug eiturefni,“ segir Hrannar.

Mælingar voru gerðar á ellefu sveppaeiturefnum í sex sýnum og var aðeins eitt efnið í nægu magni til að það væri mælanlegt en það var langt undir hámarksgildi í reglugerð. Hrannar segir mjög athyglisverðar niðurstöður að tíu sveppaeiturefni hafi ekki verið mælanleg í sex hafrasýnum með nokkrum fjölda myglusveppa og einnig vegna þess að tími leið fram að þurrkun við lágan hita.

Hafra sáð til þroska

Hrannar segir að nokkrum mis­munandi hafrayrkjum hafi verið sáð til þroska í þremur tilraunum árið 2020. Uppskorið var um haustið og sýni tekin til frekari greininga.

„Niðurstöður úr uppskeru­mælingum og tengdum mældum eigin­leikum sýndu að talsverður breytileiki er á milli yrkja og í kjölfarið var flutt inn nýtt hafrayrki til ræktunar á Íslandi vorið 2021, það var finnska yrkið Perttu.

Vorið 2021 voru tilraunirnar endurteknar og stefnt er að skurði seinna í haust.

Tilraunirnar voru lagðar út á Hvanneyri og í Meðallandi. Ásamt því eru gerðar prófanir með hafra í Skagafirði en veðurblíðan sem leikið hefur um Norðlendinga í sumar hefur gert það að verkum að hafrarnir líta mjög vel út í Skagafirði og verða tilbúnir til þreskingar mikið fyrr en fyrir vestan á Hvanneyri. Áfram verður fylgst með sveppaeiturefnum í korni.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...