Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra
Mynd / VH
Fréttir 7. október 2020

Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega þeim málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra landbúnaðarmála sem fram kom á Alþingi í gærkvöldi um að sauðfjárbúskapur sé fyrst og fremst spurning um lífsstíl fremur en afkomu.

Það er alvarlegt mál ef ráðherra landbúnaðarmála fylgist það illa með þróun mála að hann telji réttmætt að kalla atvinnugreinina einhverskonar áhugamál, lífsstíl eða með öðrum orðum tómstundagaman. Það lýsir kannski best áhugaleysi ráðherrans á málaflokknum. En bændum er svo sannarlega ekki sama um afkomu sína og og hafa lengi kallað eftir því að stjórnvöld láti það til sín taka, með takmörkuðum viðbrögðum.

Afkoma bænda er sannarlega áhyggjuefni. Afurðaverðsþróun í mörgum greinum, einkum kjötframleiðslu, er neikvæð vegna efnahagsþrenginga, markaðsþróunar og síaukins innflutnings sökum þess hvað tollvernd hefur rýrnað - ekki síst vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.

Bændasamtök Íslands skora á ráðherrann og ríkisstjórnina alla að ráða bót á því. Yfirlýsingar eins og hér að framan eru skaðlegar hvað það varðar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f