Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunnar fjórfaldaðist útflutningur á reiðhestum frá 2017 til 2021 en útflutningur minnkaði síðan um helming árið þar á eftir. Samtals voru flutt út tæplega 1500 hross árið 2024 og þar af hátt í 700 reiðhestar.

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar hefur mest verið flutt út af hestum til undaneldis undanfarin ár en þó hefur útflutningur á reiðhestum aukist hlutfallslega meira. Þannig voru flutt út tæplega 1700 reiðhestar árið 2021 en 1330 hestar til undaneldis. Árin þar á eftir er hlutfallið nokkuð svipað en árið 2024 voru flutt inn 669 reiðhross og 707 hestar til undaneldis.

Langflest hross eru flutt út til Þýskalands og á það bæði við um hesta til undaneldis sem og reiðhesta. Þannig voru rétt innan við helmingur reiðhesta fluttir út til Þýskalands árið 2024. Ríflega 20% reiðhesta voru fluttir út til Norðurlandanna, þ.e. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, 9% til Sviss, 7% til Austurríkis og 3% til Hollands. En einnig voru 4% reiðhesta fluttir út til Bandaríkjanna.

Uppgefið útflutningsvirði á hrossum samkvæmt gögnum Hagstofunnar er nokkuð mismunandi eftir löndum. Fyrir árið 2024 var meðalútflutningsverð (fob) á hestum til undaneldis um 1.100.000 kr. og 866.000 kr. á reiðhestum. Sé hins vegar horft til einstakra landa, þá var meðalútflutningsverð á reiðhestum hæst til Noregs um 1.800.000 kr. og um 1.600.000 kr. til Bandaríkjanna. Meðalútflutningsverð á reiðhestum var hins vegar mun lægra t.d. til Danmerkur eða um 710.000 kr. og 660.000 kr. til Austurríkis.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...