Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutafélagsins Berustaða í dómi sem kveðinn var upp 9. maí sl. Málið varðaði uppgjörsgreiðslur fyrir umframmjólk árið 2021.

Stefnandi, Berustaðir ehf., taldi að stefnda, Auðhumla, bæri að greiða fyrir umframmjólk lágmarksverð samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Auðhumla hafði hins vegar tilkynnt að greitt yrði lægra verð fyrir kaup á umframmjólkinni. Þannig yrði greitt fullt lágmarksverð fyrir fituhluta mjólkurinnar og úr henni yrðu unnar vörur fyrir innanlandsmarkað. Hins vegar yrði greitt útflutningsverð fyrir próteinhlutann, þar sem ekki yrði unnt að afsetja hann innanlands. Munaði þar um 42 krónum á lítra miðað við lágmarksverð.

Stefnandi, Berustaðir, benti á að sú ákvörðun hefði haft verulega fjárhagslega þýðingu fyrir afkomu búsins, eða sem næmi ríflega sjö milljónum króna fyrir um 172.000 lítra af framleiddri umframmjólk. Samanlögð umframmjólk allra kúabænda árið 2021 nam rúmum 3,8 milljónum lítra.

Benti stefnandi meðal annars á að samkvæmt búvörulögum ætti framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark að fara á erlenda markaði. Með því að taka ákvörðun um að skipta greiðslunni upp á fyrrnefndan hátt væru mjólkurafurðastöðvar að nota greiðslumarkskerfið og einokunarstöðu sína til að ná til sín hluta af mjólkurframleiðslunni inn á innanlandsmarkað án þess að greiða tilskilið lágmarksverð fyrir mjólkina til bænda.

Stefnda, Auðhumla, taldi ákvörðun um greiðslu fyrir umframmjólkina eiga sér málefnalegan grundvöll. Einnig vísaði það í samþykki framkvæmdanefndar búvörusamninga um að nýta mætti fituhluta umframmjólkur ársins á innanlandsmarkað.

Í dómnum kemur fram að ekki sé kveðið sérstaklega á um verðlagningu afurðastöðvar á mjólk sem er umfram heildargreiðslumark í búvörulögum. Því féllst dómurinn ekki á að lágmarksverð ætti að gilda af þeirri ástæðu að verið væri að auka við magn mjólkurafurða á innanlandsmarkaði með því að vinna vörur úr fituhlutanum. Þá taldi dómurinn stefnanda ekki hafa sýnt fram á að verðlagning Auðhumlu hafi verið ósanngjörn.

„Málsástæður stefnanda sem að þessu lúta geta ekki stofnað til réttar til þessa lágmarksverðs þótt hluti framleiðslunnar hafi verið settur á innanlandsmarkað,“ segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem sýknaði Auðhumlu af kröfum Berustaða og vísaði bæði aðal- og varakröfum þeirra frá dómi. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Skylt efni: Auðhumla

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...