Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga
Fréttir 19. ágúst 2025

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Höfundur: Þröstur Helgason

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar á næstunni.

Í ExGraze-verkefninu voru áhrif beitarfriðunar á kolefnisupptöku gróðurs og kolefnismagn í jarðvegi mæld. Sýni voru tekin beggja vegna girðinga sem settar höfðu verið upp í beitilandi á 35 stöðum á landinu. Girðingarnar voru 20 til 80 ára gamlar svo unnt var að mæla langtímaáhrif beitarfriðunar. Á öllum stöðum var unnið með náttúrulegan óáborinn úthaga, graslendi og mólendi á láglendi (neðan 200 m.y.s.). Mikill munur fannst á öllum mældum þáttum rannsóknarinnar þar sem beitt graslendi tók langmest upp af kolefni og hafði mestan kolefnisforða í jarðvegi.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á eftirtöldum stöðum:

  • Í Félagsheimilinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, mánudaginn 25. ágúst kl. 20.00.
  • Í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit ,þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.00.
  • Í Kakalaskála, Akrahreppi, Skagafirði, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00.
  • Í Forystusetrinu Svalbarði, Þistilfirði, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20.00.
  • Í samkomuhúsinu Heiðarbæ, Reykjahverfi, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.

Á fundunum verður farið yfir framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður hennar. Að lokinni framsögu er gert ráð fyrir umræðum yfir kaffibolla.

Skylt efni: beitarfriðun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...