Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áfram í greiðsluskjóli
Fréttir 21. október 2020

Áfram í greiðsluskjóli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. til 7. apríl 2021. Veittur er fullur 6 mánaða frestur eins og lögin heimila, talið frá deginum sem fyrra skjól rann
út, þann 7. október síðastliðinn.

Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður segir að leyfið sé það sem almennt er kallað greiðsluskjól og felur í sér að Héraðsdómur Reykjavíkur framlengir heimildir Hótel Sögu og Bændahallarinnar til fjárhagslegrar
endurskipulagningar í sex mánuði, eða til 7. apríl 2021.

„Í því felst að félögin njóta greiðsluskjóls gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsendur þess að félögin fengu leyfið eru meðal annars að lögum um fjárhagslega endurskipulagningu væri fullnægt og ekki hafi komið fram mótmæli frá kröfuhöfum og ekki hafi verið veittar rangar upplýsingar um stöðu félaganna.“

Sigurður segir að í gangi séu virkar viðræður við nokkra aðila sem hafa áhuga á að koma að rekstri Hótel Sögu og mögulegum kaupum á fasteigninni. Ekki sé þó hægt að greina frá hverjir það séu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...