Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð
Fréttir 30. maí 2025

Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Atvinnuvegaráðuneytið og RML gera breiðari samning um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025–2026.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025-2026. Markmið samningsins er skv. frétt ráðuneytisins að þróa rekstrargreiningar og viðhalda þeim, og bæta hagtölusöfnun. Jafnframt á að efla rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda og tryggja afkomuvöktun sem nýtist stjórnvöldum og atvinnugreininni til ákvarðanatöku og stefnumótunar.

Verkefnið mun byggt á fyrri samstarfsverkefnum ráðuneytisins og RML, sem beindust að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum, auk eflingar rekstrarráðgjafar og þróunar leiða til bættrar afkomu. Samkvæmt samningnum verður verkefnið útvíkkað og nær þannig til fleiri búgreina. Það samræmist stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í aðgerðaáætlunum landbúnaðarstefnu og loftslagsmála. Þekking og reynsla sem aflað hefur verið í gegnum verkefnið nýtist jafnframt í tengdum verkefnum, þar á meðal Loftslagsvænum landbúnaði.

Með samningnum er lögð áhersla á að veita bændum heildstæða ráðgjöf sem sameinar búrekstrar- og loftslagsþætti. Slík samþætt nálgun stuðlar að betri nýtingu aðfanga og getur þannig leitt til bættrar afkomu í búrekstri.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...