Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skákmenn safnast saman fyrir utan hellinn.
Skákmenn safnast saman fyrir utan hellinn.
Líf og starf 27. ágúst 2025

Stórmeistarinn sem hélt skákmót í helli

Höfundur: Gauti Páll Jónsson

Undanfarin ár hafa skemmtiskákmót með léttri stemningu og góðum verðlaunum notið mikilla vinsælda hér á landi. Þá er teflt á veitingahúsum, kaffihúsum eða börum. Sjálfur sótti ég skákmót á kaffihúsinu Stofunni á árunum 2017 og 2018 sem Hrafn Jökulsson heitinn stóð fyrir. Í framhaldinu urðu ákveðin kynslóðaskipti í mótshaldinu. Félagsskapur sem ég kom að ásamt Elvari Erni Hjaltasyni, Arnari Inga Njarðarsyni og Héðni Briem, Miðbæjarskák, hélt í framhaldinu fjölda skákmóta hér og þar um miðbæinn, það stærsta í veislusal Iðnó. Miðbæjarskák er ekki dauð úr öllum æðum og hélt skákmót á bökkum Laugardalslaugar þann 5. júlí síðastliðinn.

Miðbæjarskák dró örlítið saman seglin en þá birtust nýir mótshaldarar, stjórnendur hlaðvarpsins Chess after Dark, þeir Birkir Karl Sigurðarson og Leifur Þorsteinsson. Með þeim kom meiri peningur í hraðskákmót en í stærstu innlendu kappskákmótin, að frátöldu Reykjavíkurskákmótinu. Þessi mót drógu því marga sterkustu skákmenn landsins að borðinu. CAD héldu nokkrar mótaraðir eins og Bankinn Bistro mótaröðina, mótaröð í Arena Kópavogi og önnur einstaka mót, eins og ýmis netskákmót og Íslandsmót í Fischer slembiskák. Einnig héldu þeir skákmót í versluninni Blush.

Nýjasta viðbótin í þetta skemmtiskákmótastarf eru kröftugar mótaraðir stórmeistarans Vignis Vatnars, sem kenndar eru við vefsíðu hans, VignirVatnar.is. Þar ber hæst að nefna mótin á Snooker og Pool Lágmúla, og nú mótaröð á veitingastaðnum Le Kock, Tryggvagötu. Nú er fjórum mótum lokið af þeirri mótaröð og hefur sjálfur mótshaldarinn verið duglegastur að vinna mótin. Glitch in the Matrix kynni einhver að segja.

En talandi um matrixið. Sjálfum hefur mér sjaldan liðið eins mikið og ég væri staddur í hliðarveruleika og þegar ég tefldi í helli skammt frá Laugarvatni, en Kristófer Gautason og títtnefdnur Vignir stóðu fyrir mótinu. Einnig var teflt í gömlum fjárhúsum (sem einnig voru í helli) og sett var upp í tjald í rigningunni svo keppendur kæmust allir fyrir. Nánar verður fjallað um skákmótið í hellinum í tímaritinu Skák, en hægt er að gerast áskrifandi í gula kassanum á skák.is. Pistlahöfundur mælir með því.

Skylt efni: Skák

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...