Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Helsingi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í klettum á Svalbarða og Nova Zemlja en sá stofn sem fer hér um Ísland verpir á Norðaustur-Grænlandi. Þeir fuglar sem stoppa hérna á leið sinni til Grænlands á vorin leita mikið í tún í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þegar hóparnir fara til baka á haustin leita þeir meira inn á sunnanvert hálendið og Skaftafellssýslu. Helsingjar eru þó ekki lengur alfarið fargestir á Íslandi heldur hefur undanfarna áratugi myndast ört stækkandi stofn í Skaftafellssýslum. Þar fundust hreiður í hólmum á jökullónum 1988. Sumarið 2014 var áætlað að hér séu um 700 varppör en síðan þá hefur varpstofninn vaxið nokkuð rösklega og var 2020 áætlað að hér væru um 2.500 varppör. Með þessu hefur mikið færst í aukana að sjá helsingja með stóra ungahópa í kringum jökullónin í Skaftafellssýslu.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...