Skylt efni

COVID-19 og matvæli

Miklir möguleikar
Skoðun 3. desember 2021

Miklir möguleikar

Heimsfaraldur vegna Covid-19 er smám saman að koma jarðarbúum í skilning um að sýn þeirra á lífið á jörðinni til þessa hefur verið verulega brengluð. Þar eru margir hlutir sem fólk hefur gengið að sem sjálfgefnum til þessa, allt annað en sjálfsagðir.

Allir vegir færir
Skoðun 12. febrúar 2021

Allir vegir færir

Glíman við kórónavírusinn hefur nú staðið í rúmlega eitt ár og kostað gríðarlegar fórnir í mannslífum og fjárhag þjóða. Ef menn horfa bjartsýnisaugum á framþróun barátt­­­u­nnar á Íslandi höfum við sem þjóð alla möguleika til að snúa dæminu hratt í okkar hag og í annarra þágu.

Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið
Fréttaskýring 12. maí 2020

Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið

Alþjóðaviðskiptastofnunin [World Trade Organization – WTO] spáði þann 8. apríl allt að 32% sam­drætti í heimsviðskiptum vegna COVID-19 faraldursins. Samt er þar trúlega um mjög varfærna spá að ræða af hálfu hagfræðinga WTO.

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu
Fréttir 12. maí 2020

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu

Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva verslun með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei-héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu.

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu
Fréttir 22. apríl 2020

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu

Við kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðapakka númer tvö í gær, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu er að stofna Matvælasjóð með 500 milljóna króna stofnframlagi.

Getur verið að þetta sé satt?
Fréttir 3. apríl 2020

Getur verið að þetta sé satt?

Í síðasta pistli taldi ég mig knúinn til að fjalla aðeins um COVID-19 sem ég gerði, vitandi það að ég er enginn fræðimaður og veit ekkert um læknisfræði, smitsjúkdóma og smitleiðir. Frekar hefði ég viljað skrifa um hluti sem ég tel mig hafa aðeins meira vit á, svo sem vélar og tæki.

Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19
Fréttaskýring 3. apríl 2020

Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19

Áhrif COVID-19 faraldursins á daglegt líf heimsbyggðarinnar er stöðugt að koma betur í ljós. Nú virðast áhyggjurnar fara vaxandi um allan heim um fæðuöryggi og að þjóðir hafi raunverulega getu til að brauðfæða sig sjálfar þegar lokast á aðflutningsleiðir og dregur úr miðlun á nauðsynjavörum á markaði.

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra
Fréttir 2. apríl 2020

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra

„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.

Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði
Fréttir 2. apríl 2020

Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði

Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur verið að laga sig að breyttu umhverfi. Þá hafa þær jafnframt gert breytingar á starfsumhverfi sínu í kjölfar nýrra reglna yfirvalda til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar COVID-19.

Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum
Fréttir 30. mars 2020

Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum

Matvælastofnun varar við því að fólk taki staðhæfingar trúanlegar, sem birtast um þessar mundir í nokkrum mæli í auglýsingum og á samfélagsmiðlum, um að ýmsar matvörur og fæðubótarefni geti komið í veg fyrir sýkingar af ýmsu tagi - til dæmis COVID-19 smit.