Skylt efni

bandaríkin

Flóð valda bændum vandræðum í mestu landbúnaðarhéruðum Bandaríkjanna

Mikil flóð í Missisippi og hliðarám fljótsins í Bandaríkjunum byrjuðu að stíga í þriðju viku febrúar vegna mikilla rigninga. Fyrirséð er að flóðin munu hafa áhrif á landbúnað á mjög stóru landsvæði þar sem búist er við að sáningu í akra seinki töluvert.

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið.

Metútflutningur var á svínakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2019

Metútflutningur var á svína­kjöti frá Bandaríkjunum á síðasta ári samkvæmt tölum Kjöt­útflutningssambands Banda­ríkjanna (US Meat Export Ferer­ation - USMEF). Það á bæði við um verð fyrir afurðirnar og magn svínakjöts.

Trump undirritar samning við Kínverja um afléttingu tolla

Undirritaður hefur verið fyrsti áfangi í að taka niður tollmúra í viðskiptum Bandaríkjanna og Kína. Sem kunnugt er hefur þetta tollastríð haft mikil og neikvæð áhrif á landbúnað í Bandaríkjunum. Þessi áfanga­samningur gengur út á að afnema tolla á viðskiptum með rautt kjöt og alifuglaafurðir.

Skuldir aldrei meiri í bandarískum landbúnaði og gjaldþrotameðferðum fjölgar

Gjaldþrotum í bandarískum landbúnaði fer fjölgandi sam­kvæmt samantekt Skrifstofu samtaka bandarískra bænda [American Farm Bureau Federation - AFBF] sem birt var í lok síðastliðins októbermánaðar.

Skelfileg staða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna vegna látlausra rigninga

Bændur í helstu kornræktar­héruðunum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, eða í Kornbeltinu sem svo er nefnt og stundum kallað brauðkarfa þjóðarinnar, óttast nú að lítið verði um uppskeru í sumar vegna látlausra rigninga og flóða í vor.

Trump vill refsitolla

Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega.

Matareyðimerkur verða algengari í Bandaríkjunum

Sú ótrúlega þróun og veruleiki á sér stað í Bandaríkjunum að það sem nefnt hefur verið matareyðimerkur verða sífellt algengari.

Hrísgrjón til Kína

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum

Í fyrra og hittifyrra var nálega 50 milljón alifuglum slátrað í Bandaríkjunum vegna H7 (HPAI) veirunnar. Stærstur hluti þeirra fugla voru varphænur og vegna þess náði verð á eggjum í Bandríkjunum hæstu hæðum.

Borgar sig ekki að nýta uppskeruna

Flest bendir til að styrkir til maís- og sojaræktenda í Bandaríkjunum verði þeir mestu í áratug á þessu ári. Heimsmarkaðsverð á maís og soja hefur hrunið vegna offramboðs.

Fimmtíu milljónum alifugla fargað

Alifuglaræktendur í miðríkjum Bandaríkjanna hafa þurft að slátra tæplega 50 milljón kjúklingum og kalkúnum vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á 15 ríki Bandaríkjanna. Veiran sem veldur sýkingunni er stofn sem kallast H5N2.

Fuglaflensa í Washingtonríki

Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2.

Bændum fækkar, nýliðun er lítil og ríflega hálfur hektari ræktarlands glatast á hverri mínútu

Í nýrri rannsókn á stöðu bænda í Bandaríkjunum sem kynnt var í desember, kemur fram að þessi stétt er að eldast mjög hratt. Einnig er gengið hratt á landbúnaðarland til annarra nota og glatast þannig um 0,66 hektarar á mínútu.