Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samlegð í háskólum
Skoðun 22. júlí 2021

Samlegð í háskólum

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Síðastliðna daga og mánuði hefur farið fram mikil vinna í geymslum Bændasamtakanna við það að flokka, fara yfir og koma í geymlsu því sem þar er. En í geymslum Bændasamtakanna úir og grúir af efni sem skrásetja langa sögu samtakanna og forvera þeirra.

Fyrir nokkru fór ég þar í leiðangur og það vakti eftirtekt hversu mikill hluti af því efni sem þar var að finna var tengt menntun og fræðslu bænda. Þar voru leiðarvísar frá upphafi síðustu aldar um meðhöndlun á mjólk, leiðbeiningar um lokræsi frá því á kreppuárunum og svona mætti lengi telja. Menntun hefur lengi verið aflvaki framfara í landbúnaði.

Þróun náms í landbúnaði

Það var því heillaskref þegar bjartsýnir Íslendingar komu sér upp búnaðarskólum víða um landið á ofanverðri nítjándu öld og svo að lokum háskóla á Hvanneyri árið 1947. Einn af búnaðarskólunum, Hólar í Hjaltadal, fékk heimild til þess að starfa sem háskólastofnun og starfar sem háskóli í dag. Menntakerfið í landbúnaði hefur alltaf tekið breytingum. Nærtækt dæmi eru búnaðarskólarnir sem voru víða en með bættum samgöngum og fjarskiptum fækkaði þeim þangað til eftir urðu tveir, búfræðideildin á Hvanneyri og garðyrkjuskólinn á Reykjum. Ég tel vera kominn tíma á það að íhuga næstu skref í þróun náms í landbúnaði.

Samvinna við leiðandi háskóla
í fjarkennslu og lífvísindum

Nýsköpun og aukin verðmætasköpun eru forsendur fyrir því að landbúnaðurinn nái að dafna á komandi árum. Því er mikilvægt að greint sé hvort hægt sé að hvata nýsköpun með því að auka samvinnu milli Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Akureyri. Báðir þessir skólar hafa öflugar auðlindadeildir sem ætla má að gætu skapað mikla samlegð. Sjávarútvegsdeildin við Háskólann á Akureyri er í fremstu röð í heiminum en jafnframt er þar öflug lífvísindadeild. Augljós samlegð er á milli lífvísinda og landbúnaðar. Sem dæmi má nefna grasprótínframleiðslu sem mikið er til umræðu í Danmörku þessi misserin, en hún spratt upp úr samvinnu lífvísinda og búvísindadeildar í háskólum þar ytra. Háskólinn á Akureyri hefur verið deigla nýsköpunar í sjávarútvegi síðustu ár og fjölmörg verkefni þaðan náð að blómstra og aukið verðmætasköpun við Íslandsstrendur.

Sífræðsla og endurmenntun

Á tímum þar sem nauðsynlegt er að styrkja þær búgreinar sem fyrir eru með nýsköpun og efla verðmætasköpun í landbúnaði má ætla að það geti verið mikils virði að auka samvinnu milli HA og LbhÍ. Þá er HA leiðandi í fjarkennslu og hefur verið í fararbroddi í að nýta fjarkennslulausnir um árabil. Fyrir landbúnaðinn kann það að reynast mikilsvert að auka þekkingu í þeim efnum þar sem á komandi árum verður sífræðsla og endurmenntun æ mikilvægari. Með aukinni tæknivæðingu og nákvæmnivæðingu landbúnaðarins vegna hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingu mun þörf á slíkum úrræðum aukast. Náminu í búskapnum lýkur aldrei og síst ekki nú til dags.
Síðustu fimmtán ár hafa reynst Landbúnaðarháskólanum erfið

Síðasta stóra breyting á námi í landbúnaði var við sameiningu Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fyrir rúmum fimmtán árum. Hrunið lék stofnunina grátt og stöðugildum fækkaði gríðarlega mikið á árunum eftir hrun. Þannig dröbbuðust niður rannsóknarinnviðir, tækjakostur og aðstaða. Þá var einnig umræða á árunum eftir hrun að sameina stofnunina Háskóla Íslands. Sá leiðangur skilaði engu enda held ég að það sé farsælla fyrir stofnunina að vera hluti af minni einingu – sem er með sérhæfingu á sambærilegum fagsviðum.

Þá hefur óvissa um framtíð LbhÍ, vegna sameiningaráforma og nú síðast úrbeiningar á háskólanum vegna óánægju innan raða garðyrkjufólks um fyrirkomulag náms í garðyrkjufræðum reynst stofnuninni dýr. Mikilvægt er að á næstu árum sjáist þess merki að það sé fast land undir fótum svo að landbúnaðarrannsóknum verði búið aðlaðandi umhverfi fyrir unga vísindamenn sem nú á tímum geta fengið störf hvar sem er. Allt á sinn vitjunartíma, og líkt og tiltektin í geymslu Bændasamtakanna sýnir fram á – þá hefur menntun í landbúnaði alltaf þróast með samfélaginu. Nú er lag að taka næsta skref.

Skylt efni: nám landbúnaður

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...