Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samfélagshlutverk bænda aldrei mikilvægara
Mynd / HKr.
Skoðun 19. mars 2020

Samfélagshlutverk bænda aldrei mikilvægara

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Við lifum í dag á sérstökum tímum, aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur verið sett á samkomubann allrar þjóðarinnar. Ferða­mönnum fækkar, veitingastaðir fá færri gesti, takmarkað aðgengi er að þjónustu og svo mætti lengi telja. Ekki er fyrirséð hversu lengi við þurfum að reka okkar samfélag við þessar takmarkanir.

Við bændur þurfum að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar eins og okkur er frekast unnt. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Aldrei áður hefur hlutverk bænda verið mikilvægara í samfélagslegu tilliti. Nauðsynlegt er fyrir bændur landsins að huga að eigin heilbrigði og huga að nærsamfélaginu. En eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði, þá erum við öll almannavarnir. Ég vil benda framleiðendum landbúnaðarafurða á vefsíðu Bændasamtakanna þar sem búið er að safna saman leiðbeiningum fyrir framleiðendur í samvinnu við Matvælastofnun um hvernig þeir skulu haga störfum sínum ef til sýkingar kemur.

Viðbragðsteymi og starfshópur vegna afleysingaþjónustu

Bændasamtökin settu saman tvo hópa strax í síðustu viku,  sem annars vegar er viðbragðs­teymi Bændasamtaka Íslands og starfshópur sem kanna á með afleysinga­þjónustu í samvinnu við búnaðarsamböndin og Samtök ungra bænda en upplýsingar um þessa hópa má nálgast á vef Bænda­samtakanna.

Á þessum tímum er nauðsynlegt að við sinnum okkar búum af alúð svo framleiðsla matvæla verði hnökralaus. Einnig vil ég skora á bændur að sinna nágrannagæslu í sínum sveitum og vera í góðu sambandi við nágranna þannig að einangrun verði ekki íþyngjandi fyrir samfélögin í heild sinni. Enn og aftur sannast að við sem þjóð verðum að standa vörð um eigin framleiðslu matvæla og afurða svo við verðum sem sjálfbærust á þeim afurðum sem við neytum dags daglega. Íslenskt, já takk.

Starfsmenn Bændasamtakanna og framkvæmdastjórar búgreinafélaganna hafa komið að þessari vinnu sem einn maður og er ánægjulegt að sjá hversu samstiga fólk er til að leysa úr þeim málum sem koma inn til okkar frá félagsmönnum og fyrirtækjum bænda. Bændasamtökin miðla upplýsingum til ráðuneytis landbúnaðarmála en þar höfum við átt mjög gott samstarf. Vil ég hvetja félagsmenn til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna þar sem við erum hér fyrir ykkur, ykkur til stuðnings.

Staðan er nokkuð góð varðandi fóðuröflun og áburðarmál

Hugað hefur verið að öryggi um fóðuröflun og áburðarmál fyrir vorið, staðan er nokkuð góð til næstu 2 til 3 mánaða. Allar þessar upplýsingar hafa verið sendar til atvinnuvega-  og nýsköpunarráðuneytisins. Nauðsynlegt er fyrir bændur að halda vel utan um á komandi vikum skrá um fjölda daga þar sem starfsmenn og eða framleiðendur eru í sóttkví og eins hvort að framleiðendur verði fyrir afurðatjóni vegna veirusmits. Leiðbeiningar um það verður settar á vef Bændasamtakanna og bið ég félagsmenn að fylgjast með á þeirri síðu um framvindu mála og þar munum við setja inn nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Mikil fagmennska hjá stjórnvöldum

Ég vil þakka framvarðarsveit stjórnvalda sem hefur komið fram af mikilli fagmennsku og byggt sínar ákvarðanir á ráðleggingum fagfólks. Við sem þjóð verðum að treysta þeim fyrir næstu skrefum þótt sumar ákvarðanir geti verið sársaukafullar. Ég tel að við getum staðið þennan storm af okkur með samheldni og samstöðu.

Lítum björtum augum á framtíðina og treystum innlenda framleiðslu og veljum íslenskt.

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?
Skoðun 16. maí 2022

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?

Mikið er ritað og rætt um hækkandi vöruverð og dýrari matarinnkaup þessi misseri...

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi ...

Ómetanleg verðmæti
Skoðun 12. maí 2022

Ómetanleg verðmæti

Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú efti...

Bændur eru hluti af lausninni
Skoðun 12. maí 2022

Bændur eru hluti af lausninni

Nýjar matarvenjur og sívaxandi áhersla á breyttar framleiðsluaðferðir, m.a. í la...

Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir
Skoðun 5. maí 2022

Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir

Mörg heimili í dreifbýli eru þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð...

Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi
Skoðun 28. apríl 2022

Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi

Gleðilegt sumar, ágæti lesandi, og takk fyrir veturinn sem hefur verið á margan ...

Ljósin blikka
Skoðun 28. apríl 2022

Ljósin blikka

Viðvörunarljós blikka nú um allan heim vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í matvæla...

Lúpína er eina vonin á erfiðustu svæðunum
Skoðun 7. apríl 2022

Lúpína er eina vonin á erfiðustu svæðunum

Uppblástur í Norðurþingi er mikill og þrátt fyrir áratuga sáningu grasfræs og no...