Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reikult vörumerki
Lesendarýni 22. janúar 2016

Reikult vörumerki

Höfundur: Andrés Arnalds
Nýverið tók Markaðsráð kindakjöts í notkun nýtt vörumerki til að nota við sókn á erlenda markaði. Það er nett og áferðarfallegt en samt meingallað. 
 
Það eru orðin „roaming free since 874“ sem því veldur. Þau eru alvarlega á skjön við grundvallarsjónarmið sjálfbærrar landnýtingar og verður fjallað um nokkur þeirra hér á eftir. 
 
Flækingarnir
 
Hvað táknar orðasambandið „Roaming free“ sem samtök sauðfjárbænda hafa kosið sér sem einkennistákn greinarinnar? Eitt og sér  felur orðið „roaming“ í sér að ráfa, þvælast, vafra og ferðast án tiltekins tilgangs eða í ákveðna stefnu.  Flækingarnir höfðu ákveðinn sjarma, en þó ekki þann sem nútímaleg búgrein vill kenna sig við.
 
Ef við skoðum orðasambandið „Roaming free“ og bætum við „sheep“ þá birtast einkum  tvær táknmyndir sem báðar falla illa að  þeirri gæðavöru sem ætlunin er að markaðssetja m.a. á grundvelli sjálfbærni. Annars vegar villifé en hins vegar ágangsvandamál. Mynd úr bresku riti sem fylgir þessari grein er táknræn fyrir óþol fólks gagnvart því að féð gangi ekki einvörðungu þar sem því er heimilt að vera. Þar er fjallað um ágang sem umhverfisvandamál, öryggismál og vegamál; allt kunnuglegt hér á landi.
http://www.gloucestercitizen.co.uk/Sheep-posing-public-danger-Forest-Dean/story-15106977-detail/story.html
 
Sjálfbærni eða örlagasaga gróðurs 
 
Í viðtali við   framkvæmdastjóra markaðsráðs kindakjöts,  „Á þrösk­uldi mikilla tækifæra“, í fréttum RÚV þann 3. janúar 2015 kom fram að þetta sérstaka vörumerki verði notað til að merkja kindakjöt til „að endurspegla sjálfbærni vörunnar allt frá landnámi“.
 
Búfjárbeit hefur afgerandi áhrif á ástand lands, bæði hér á landi og alþjóðlega. Allt frá landnámi hefur sauðfjárbeit verið beinn orsakavaldur í eyðingu gróðurs og jarðvegs, í samspili við óblítt veðurfar og tíð eldgos. Oft var beitin harkaleg og gekk vetrarbeitin ekki síst nærri gróðri.
Áríðandi er að öll  framleiðsla búvara sé stunduð með sjálfbærum hætti. Því fer víðs fjarri að beitarhættir fyrri alda henti ábyrgri sölumennsku kindakjöts á grundvelli sjálfbærni og nútímalegra búskaparhátta. 
 
Ágangur búfjár
 
Á sama tíma og sauðfjárbændur vilja leggja áherslu á að framleiðslan byggist aðeins að hluta til á húsvist, þá er varasamt að gefa til kynna  að sauðfjárstofninn sé hálfgert villifé. Þær „frjálslegu“ reglur sem hér gilda um vörslu sauðfjár gætu raunar reynst sauðfjárbændum afar skeinuhættar í framíðinni. 
 
Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars land í óleyfi og sama gæti einnig gilt um ósjálfbæra beit á illa farið land. Íslensk lög skylda ekki eigendur sauðfjár til að koma í veg fyrir lausagöngu. Slíkt er mjög sérstakt og á sér nær engar hliðstæður í öðrum löndum. Lög sem heimila í raun landnot búfjáreigenda á annars landi og í óþökk landeigandans eru andhverfa við þau sjónarmið stjórnarskrárinnar að eignarrétturinn sé heilagur. Þau veita ekki það réttaröryggi sem gildir á öðrum sviðum íslenskra laga. Vörumerki sem byggir á því að féð geti „ráfað um“ á því illa við.
 
Sjálfbær landnýting – sóknarfæri
 
Hnignun landkosta víða um lönd ógnar velferð jarðarbúa. Alþjóðleg umræða um stöðvun gróður-jarðvegseyðingar og leiðir til að endurreisa vistkerfi fer sívaxandi. Því er það sterkt í markaðssetningu að geta vísað til þess að framleiðslan skaði hvorki land né hindri nauðsynlega framför vistkerfa og að land sé ekki beitt í óþökk eigenda. Brýnt er að hugtakið sjálfbær landnýting sé þar ætíð notað með trúverðugum hætti, ella getur slíkt söluátak snúist upp í andhverfu sína til mikils skaða fyrir bændur. 
 
 Í því ljósi fagna ég hvatningu formanns Bændasamtakanna í nýlegu viðtali í Bændablaðinu: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ 
 
Nokkur vinna virðist enn eftir til að skýra betur viðmið og vinnuferla þannig að um þessi sjálfbærnimarkmið sauðfjárræktarinnar ríki fullkomin sátt. Ég hef unnið það lengi með sauðfjárbændum að ég treysti því að þeim auðnist að laga þá vankanta sem nú hindra almenna markaðssetningu afurðanna á grundvelli sjálfbærra framleiðsluhátta. 

2 myndir:

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...