Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Með góðar minningar í farteskinu
Lokaorðin 16. júní 2015

Með góðar minningar í farteskinu

Veðrið hefur leikið marga bændur grátt á þessu sumri og er gróður víða seinna á ferðinni af þessum sökum. Þannig má lesa í fréttum blaðsins að skógarbændur á Austurlandi komu ekki niður plöntum í vor vegna klaka eða bleytu og fé verður víða lengur á túnum en í meðalári eða líklega fram undir næstu mánaðamót. Það er þó engan bilbug að finna á bændum, frekar en fyrri daginn, sem halda ró sinni þrátt fyrir veðurfarslegan mótbyr. 
 
Nú eru fjölmargir bændur, eða réttara sagt ábúendur, á rúmlega 30 bæjum hringinn í kringum landið að gera sig klára til að taka á móti almenningi undir formerkjum Opins landbúnaðar. Þar gefst fólki tækifæri á að heimsækja bóndabæina og kynnast þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru í sveitum landsins alla daga, allt árið um kring. Flest býlin eru fjölskyldubú og eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Það er því tilvalið þegar Íslendingar þeysast um hringveginn í sumar að taka hús á bændum og upplifa lífið í sveitinni. Inni á heimasíðu Bændasamtakanna má sjá frekari upplýsingar um verkefnið og þá bæi sem taka þátt í því. 
 
Um leið og við bjóðum almenningi heim í sveitirnar er umhugsunarverð aðsend grein sem lesa má í blaðinu um umgengni og þrifnað utan þéttbýlis. Þar kemur meðal annars fram að mikið átak hafi verið gert í að taka til og fegra landsbyggðina en að betur megi gera ef duga skal úti um allar sveitir. Hér þarf samstillt átak íbúa landsins og sveitarstjórna sem verða að vera vakandi fyrir sínu nærumhverfi og taka af skarið þegar umhverfisleg umgengni er ekki lengur orðin boðleg fyrir íbúa og gesti okkar góða lands. Það er nefnilega engum til sóma að horfa upp á niðurgrotnandi hús, ruslahrúgur og fjúkandi rúlluplast þegar ferðast er um landið. Því tökum við undir lokaorð greinarinnar um að ekkert okkar vill vakna upp við vondan draum og því verðum við að leggjast á verkefnið, öll sem eitt, að taka til í dreifbýlinu.
 
Þrátt fyrir að illfært sé að stjórna veðrinu þá eru sem betur fer margir aðrir þættir sem við getum haft stjórn á og það er hagur allra sem búa á landinu að umgengni sé sómasamleg á öllum stöðum. Því biðlum við til veðurguðanna að gefa okkur gott sumar til að skoða fallegar sveitir landsins og skilja okkur eftir með góðar minningar í farteskinu.
Íslenskt hráefni alla leið
Lokaorðin 21. júlí 2020

Íslenskt hráefni alla leið

Það er ekki nýtt að fjallað sé um tollamál búvara í Bændablaðinu. Í gegnum árin ...

Hinir syndlausu
Lokaorðin 2. maí 2016

Hinir syndlausu

Fjármálakerfi heimsins hafa nötrað allt frá efnahagshruninu 2008. Þótt ýmis lönd...

Aflandshamingja
Lokaorðin 20. apríl 2016

Aflandshamingja

Það verður nú að segjast eins og er að hin pólitíska umræða á Íslandi í síðustu ...

Miklar áskoranir
Lokaorðin 1. febrúar 2016

Miklar áskoranir

Íslenskir bændur standa nú frammi fyrir þeirri áskorun að gera umtalsverðar brey...

Allir vegir færir
Lokaorðin 18. janúar 2016

Allir vegir færir

Okkur eru allir vegir færir, sagði Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður...

Á tímamótum
Lokaorðin 22. desember 2015

Á tímamótum

Hugsanlega eru jarðarbúar nú á tímamótum hvað varðar möguleikana til að komast a...

Sannleikurinn er sár
Lokaorðin 4. desember 2015

Sannleikurinn er sár

Miklar vonir hafa verið bundnar við að samstaða náist meðal þjóða heims á loftsl...

Í upphafi skyldi endinn skoða
Lokaorðin 11. nóvember 2015

Í upphafi skyldi endinn skoða

Íslenskur landbúnaður hefur notið mikil stuðnings meðal almennings í landinu þrá...