Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vörslumenn landsins: Bændur
Lesendabásinn 23. september 2021

Vörslumenn landsins: Bændur

Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson

Það sárnaði mörgum ummæli um að sauðfjárbúskapur væri hobbí en kannski eðlilegt að það virðist svo því starfið umlykur alla hans tilveru: Starfið er lífið sjálft. Það er enginn bóndi til án ástríðu. Þessi mikli áhugi og ástríða má þó ekki vera afsökun fyrir því að bæta ekki kjör bænda. Okkur stjórnmálamönnum ber skylda til þess að búa bændum betri skilyrði til að þróa búskap sinn og skapa aukin verðmæti.

Framsókn á uppruna sinn í sveitum landsins og hefur sú taug aldrei slitnað. Við í Framsókn skiljum að búskapur er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Búskapur er það sem hefur viðhaldið byggðum hringinn í kringum okkar fallega land. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á okkur öll en eitt af því jákvæða sem ég sé við hann er að aldrei fyrr hefur sókn Íslendinga í að ferðast um eigið land verið meiri. Því fylgir aukinn skilningur á því að við erum ein þjóð og Reykjanesbrautin suður á flugvöll ekki eina þjóðbrautin. Nú trúi ég því að tilfinningin um að við höfum öll svipaða hagsmuni, hvar sem við búum á landinu. Við þurfum öll á hvert öðru að halda.

Það sem hefur líka gerst með yngri kynslóðum og þeirri miklu umræðu sem hefur verið um loftslagsmál og heilbrigði almennt er að fleiri bera meiri virðingu fyrir þeirri mikilvægu atvinnugrein sem er fóstruð í sveitum landsins. Bændur hafa frá landnámi verið vörslumenn landsins og náttúrunnar og hafa á síðustu árum sýnt stöðugt meiri ábyrgð í því hlutverki. Íslenskir neytendur, við öll, getum líka verið ákaflega þakklát að íslenskur landbúnaður er með sérstöðu í heiminum hvað varðar notkun sýklalyfja. Þá sérstöðu verðum við að vernda.

Verkefnin sem snúa að landbúnaðinum eru mörg brýn. Við í Framsókn viljum að frumframleiðendum verði heimilað samstarf eins og víðast hvar í Evrópu og að afurðastöðvum í kjöti verði heimilað samstarf líkt og í mjólkurframleiðslu. Við teljum mikilvægt að tollasamningi við ESB verði sagt upp og hann endurnýjaður vegna forsendubrests, ekki síst vegna útgöngu Breta úr sambandinu. Það er einnig brýnt að tollaeftirlit verði hert svo innlendir framleiðendur búi við eðlileg samkeppnisskilyrði.

Á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið hefur mikið verið rætt um miðhálendisþjóðgarð. Framsókn setti strax í upphafi fyrirvara í þeirri vinnu því að í málum sem snerta svo stóran hluta landsins verður að stíga varlega til jarðar. Í byrjun árs þegar frumvarpið leit dagsins ljós setti þingflokkur Framsóknar fyrirvarana aftur fram. Það hafa fáir bændur gleymt því mikla stríði sem var háð í hinum svokölluðu þjóðlendumálum.  

  • Styrkja þarf kaflann um hefðbundnar nytjar og tryggja fyrir fram að núverandi nytjaréttarhafar geti starfað með óbreyttum hætti.  
  • Bera verður virðingu fyrir eignarhaldi bænda og ekki síður skipulagsvaldi sveitarfélaga.
  • Nauðsynlegt er að viðurkenna og setja inn í lagatexta að byggja þurfi upp vegi t.a.m. Kjalveg
  • Tryggja þarf frjálsa för almannaréttar. Þannig að gang­andi, hjólandi, ríðandi og akandi geti ferðast eins og nú um hálendið án takmarkana.  
  • Tryggja verður að leggja megi leggja raflínur og eða jarðstrengi innan marka til að tengja nýjar virkjanir og til endurnýjunar, viðhalds og styrkingar flutningskerfisins til framtíðar.

Framsókn stendur við fyrirvarana sem settir voru fram við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð.

Nú er göngum og réttum að ljúka víða um landið. Fram undan eru kosningar – og sláturtíð. Ég óska eftir stuðningi þínum, lesandi góður, í kosningunum þ.e.a.s., og hlakka til að taka slátur með stórfjölskyldunni þegar ryk stjórnmálanna verður sest.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

900 milljónir greiddar út til bænda
Lesendabásinn 23. september 2022

900 milljónir greiddar út til bænda

Fyrstu sprettgreiðslurnar til bænda voru greiddar út síðastliðinn föstudag, t...

Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2
Lesendabásinn 20. september 2022

Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2

Í rúman áratug, eða frá árinu 2011, hafa íslensk orkufyrirtæki selt hreinl...

Nú er lag að lenda strandveiðum
Lesendabásinn 20. september 2022

Nú er lag að lenda strandveiðum

Kæra Svandís. Lengi hefur staðið til að skrifa þér en núna held ég að það se...

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum
Lesendabásinn 16. september 2022

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum

Eftir erfiða tíma undanfarin ár eru jákvæð teikn á lofti fyrir sauðfjárbænd...

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022 - Seinni hluti
Lesendabásinn 14. september 2022

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022 - Seinni hluti

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins (15. tölublað) birtist fyrri hluti umfjöl...

Blóðtakan eykur nytjar af hrossum og styrkir afkomuna
Lesendabásinn 13. september 2022

Blóðtakan eykur nytjar af hrossum og styrkir afkomuna

Með annars ágætri umfjöllun um blóðtökur úr hryssum í Bændablaðinu þann 25...

Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur
Lesendabásinn 8. september 2022

Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur

Ný verðlagsnefnd hittist á sínum fyrsta fundi í síðustu viku á nýrri skri...

Landbúnaðarháskóli Íslands verður hluti af evrópsku háskólaneti
Lesendabásinn 7. september 2022

Landbúnaðarháskóli Íslands verður hluti af evrópsku háskólaneti

Landbúnaðarháskóli Íslands og sjö aðrir samstarfsháskólar í Evrópu hlut...