Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vatnsskortur í Íslandi
Lesendarýni 18. júlí 2022

Vatnsskortur í Íslandi

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við nóg af hreinu og góðu vatni.

Á sama tíma og slegin voru hitamet á Norður- og Austurlandi stóran part síðasta sumars fór víða að gæta að auknum vatnsskorti vegna þurrka, sérstaklega á Austurlandi, en síðasta sumar urðu nokkrir bæir á svæðinu vatnslausir, það á sama tíma og aukin krafa er um hreint vatn m.a. vegna matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.

Ástandið var svo slæmt að sveitarfélög þurftu að grípa til aðgerða og aðstoða bændur með því að keyra vatni á bæi með tankbíl. Þá er það ekki einungis mikilvægt að hafa greiðan aðgang að góðu vatnsbóli til þess að sinna mönnum og dýrum heldur valda þessir auknu þurrkar aukinni hættu á gróðureldum og það með alvarlegri afleiðingum en áður. Mikilvægt er að bregðast við þessum nýja veruleika með aðgerðum. Þörf er á að bora eftir vatni víða og styrkja vatnsauðlindir. Til slíkra framkvæmda geta bændur átt rétt á opinberum fjárstuðningi og sveitarfélög geta haft milligöngu um slíkar framkvæmdir og leitað leiða í samráði við stjórnvöld.

Um nokkurn tíma hefur verið hægt að sækja um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nýlega var heildarfjárhæð framlaga úr sjóðnum hækkuð úr 25 milljónum í 31,6 milljónir, en fjárhæðin hafði staðið óbreytt í rúm tuttugu ár. Ástæða þótti til að hækka framlagið eftir síðasta ár þar sem umsóknum um styrki jukust sem leiddi til skerðinga fyrir umsóknaraðila. Það skiptir máli að umsóknaraðilar fyrir styrk geti gert raunhæfa kostnaðaráætlun svo hægt sé að leggja af stað í verkefni sem þetta. Við því hefur verið brugðist.

Um leið og ég vona að það viðri vel um allt land í sumar vonast ég einnig til að reglugerðarbreytingin verði bændum hvatning til að fara í vatnsveituframkvæmdir. Mikilvægt er að tryggja nægt hreint og tært vatn um allt land bæði fyrir menn og dýr.

Skylt efni: vatn

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...