Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn búpening á einhvern veg svo hver og einn geti sannað sinn eignarétt.
Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn búpening á einhvern veg svo hver og einn geti sannað sinn eignarétt.
Mynd / Jón Eiríksson.
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Um mörk og merkingar búfjár

Höfundur: Halldór Guðmundsson

Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn búpening á einhvern veg svo hver og einn geti sannað sinn eignarrétt. Við fjárrag vor og haust er þetta nauðsynlegt svo hver og einn geti dregið sér sínar kindur. Eins var þetta með hross meðan þau voru rekin á afrétt og er enn þá gert á vissum stöðum, síðan var þeim smalað og rekin til sundurdráttar í réttum.

Nú hefur orðið veruleg breyting á þar sem skylt er að merkja allt búfé í eyra með plötumerki (plastmerki sauðfé nautgripir) eða örmerki í makka á hrossi. Eru þessi merki í sauðfé og nautgripi með einstaklingsnúmeri og bæjarnúmeri sem í flestum tilfellum er þægilegt að sjá á, ýmist tilsýndar eða við skoðun á eyra. Er þetta mjög til þæginda þegar unnið er við sauðfé og eins við nautgripi.

Lömb er skylt að merkja innan 30 daga frá fæðingu og kálfa 20 daga. Ásetningslömb er í nær flestum tilfellum ekki hægt að plötumerkja (fullorðinsmerki) í eyra fyrr en í lok sláturtíðar eða um 1. nóvember og síðar. Eru þá þessar kindur orðnar um 6 mánaða eða eldri.

Margir fjáreigendur vilja til öryggis hafa lambamerkið í og setja ásetningsmerkið í hitt eyrað. Er þetta gert því ef ásetningsmerkið glatast er frekar hægt að finna út hver kindin er svo öruggt sé. Ég hygg að í nær öllum tilfellum sjái fjáreigendur um þessi verk sjálfir án aðstoðar dýralækna eða annarra sem hafa leyfi til að fara með lyf.

Um hross virðast gilda allt aðrar reglur. Ásetningsfolöld er skylt að örmerkja í makka innan 10 mánaða aldurs og er það vel. Að öðru leyti samkvæmt laganna reglum virðast eyru á folöldum nær ósnertanleg, hvað mörkun með eyrnamarki eða plastmerki varðar. Ef folald er eyrnamarkað skal það deyft á meðan og þá af dýralækni sem skráir lyfjanotkun, þar með þarf að örmerkja gripinn.

Um merkingu hrossa er hvergi minnst á plastmerki líkt og í nautgripum og sauðfé. Hér finnst mér sérkennilegur mismunur, kindin má vera 6 mánaða og eldri, lömb og kálfa hefi ég nefnt áður, þessar skepnur virðast ekki þurfa deyfingu, hvað veldur? Hér þarf skýringa við.

Hvers vegna má ekki ein­staklings­merkja folald í eyra og kenna það við móður sína, þar til því er slátrað, líkt og lambi og kálfi sínar mæður?

Ef folald er sett á til lífs er hægt að fjarlægja númer og tekur þá örmerki við. Hér á bæ er unnið við hryssur í samstarfi við Ísteka ehf. Væri það mjög til þæginda við rag í hrossunum ef merki væru í folöldunum. Það gerði ég s.l. sumar og fékk bágt fyrir af dýraeftirlitsmanni. Folöld sem fara í slátrun eru þá merkt líkt og lömb. Þá er þess að geta ef fol­ald villist undan ómerkt og móðirin orðin því afhuga, þá getur orðið örðugt að sanna eignarrétt sinn á því ef á það reynir.

Því má spyrja, hvers vegna má ein búfjártegund (folöld) ganga ómerkt í allt að 10 mánuði, en aðrar í einn mánuð eða minna?

Ljóst er að mörkun og eða merking á folöldum er mun dýrari en á öðrum skepnum ef á að fara að reglum þar um. Dýralæknir nefndi í fljótheitum að kostnaður á folald yrði ca milli kr. 2.500 til 3.000. Því er augljóst að sú spurning vakni hvernig hægt sé að merkja folöld á hliðstæðan hátt og lömb og kálfa og með sambærilegum kostnaði? Ekki veit ég hvort nokkur kann skil á því hvort folaldið finnur meira til en kálfurinn eða lambið þegar merki eru sett í eyra.

Í nýútkomnum markaskrám fyrir Húnavatnssýslur (2020) eru fjallskilasamþykktir fyrir sýsl­urnar. Í þeim samþykktum er búfjáreigendum gert skylt að hafa glöggt mark á öllu sínu búfé (36 og 37 gr.) og eru hross þar ekki undanskilin. Í samtali við markaverði hefur engin athugasemd komið til þeirra um að fjallskilasamþykktirnar standist ekki.

Hér að framan hefi ég sett fram nokkrar spurningar sem gott væri að fá svör við og um leið skýringar, því mér finnst ekki sanngjörn mismunun á merkingum og mörkunum á þeim búfénaði er ég hefi nefnt hér að framan.

Skylt efni: mörk | merkingar búfjár

Til varnar frumvarpi um hálendisþjóðgarð
Lesendabásinn 24. febrúar 2021

Til varnar frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Í Bændablaðinu sem kom út fimmtudaginn 28. janúar sl. segir frá andstöðu Bláskóg...

Um mörk og merkingar búfjár
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Um mörk og merkingar búfjár

Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn ...

Hvers vegna hálendisþjóðgarð?
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Hvers vegna hálendisþjóðgarð?

Ég hef verið spurður hvers vegna jeppakallinn ég vilji hálendis­þjóðgarð. Í 18. ...

Líf eða dauði íslensks landbúnaðar
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Líf eða dauði íslensks landbúnaðar

Frá því um landnám hefur land­búnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í ár...

Hálendisþjóðgarður – augnablik
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Hálendisþjóðgarður – augnablik

Í hvert sinn sem ég fer inn á fésbókina og les mér til um nýja hálendisþjóðgarði...

Aukum heilsuöryggi kvenna um allt land
Lesendabásinn 23. febrúar 2021

Aukum heilsuöryggi kvenna um allt land

Úrræði lækna og ljósmæðra eru fábrotin þegar kemur að heilsu­öryggi kvenna. Óásæ...

Hvar á garðyrkjunámið heima?
Lesendabásinn 22. febrúar 2021

Hvar á garðyrkjunámið heima?

Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu ...

Framtíð landbúnaðar á Íslandi er í okkar höndum
Lesendabásinn 16. febrúar 2021

Framtíð landbúnaðar á Íslandi er í okkar höndum

Bændur hafa undanfarið tekist á við margs konar áskoranir. Stóraukinn innflutnin...