Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveitu­framkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveitu­framkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 16. febrúar 2021

Þrír milljarðar til úrbóta í frárennslismálum sveitarfélaga

Höfundur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Fráveitumál eru afar mikilvæg umhverfismál en aukin hreinsun skólps dregur úr mengun vatns og sjávar. Ég hef í ráðherratíð minni lagt ríka áherslu á að gera gangskör í þessum málum. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar frá haustinu 2017 kemur fram að gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Úttekt Umhverfisstofnunar frá sama ári sýndi að úrbóta væri víða þörf á landinu. Ef litið væri til stærri þéttbýlisstaða á landsbyggðinni, þar sem byggju fleiri en 2.000 manns, væri einungis fullnægjandi skólphreinsun á 9 stöðum af 32.

Nú hefur þetta loforð verið efnt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti á dögunum til umsóknar styrki vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga, en í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að 800 m.kr. verði varið í styrkina. Áður hafði 200 milljónum króna verið varið til þessa á árinu 2020, í gegnum fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur ríkið nú tekið aftur upp stuðning við sveitarfélög til að ráðast í úrbætur í fráveitumálum og munu 3 milljarðar fara í slíkan stuðning á næstu fimm árum.

Skilyrði er að framkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitu­málum sveitarfélagsins og í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki ráðuneytisins. Þetta geta verið framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir, en einnig úrbætur á hreinsun ofanvatns, til dæmis til að draga úr mengun af völdum örplasts. Á árinu 2019 lét ég vinna úttekt á uppsprettum örplastsmengunar hérlendis og mér finnst mikilvægt að stuðningurinn nýtist jafnframt til að draga úr henni. Úttektin sýndi að megnið af örplastsmengun berst til sjávar með ofanvatni í gegnum fráveitur.

Fráveituframkvæmdir eru oft umfangsmiklar og dýrar og í sumum tilfellum af þeirri stærðargráðu að smærri sveitarfélög eiga ein og sér mjög erfitt með að ráða við þær fjárhagslega. Af þessum ástæðum er stuðningur ríkisins í þessum málaflokki ekki síður mikilvægur. Og um leið er hægt að efla atvinnulífið með auknum framkvæmdum, á tímum þar sem ekki er vanþörf á.
Umsóknarfrestur vegna styrkjanna í ár er til 31. mars en umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun auglýsa árlega eftir umsóknum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Höfundur er umhverfis-
og auðlindaráðherra.

Skylt efni: frárennslismál

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...