Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þegar mínútur skipta máli
Lesendarýni 22. janúar 2016

Þegar mínútur skipta máli

Höfundur: Jónas Guðmundsson Verkefnastjóri slysavarna ferðamanna
Snjóflóð í dreifbýli er vágestur sem landsbyggðarfólk sem og aðrir Íslendingar kannast  því miður of vel við. Hafa búið stöðugt við þessa hvítu ógn hér á landi enda landslag og veðrátta þannig að oft myndast kjöraðstæður fyrir snjóflóð. 
 
Síðustu árin hefur fjölgað mikið þeim er stunda útivist að vetrarlagi. Samhliða þessari aukningu á vetrarferðamennsku er hollt og gott að horfa til þeirra atriða sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar ferðast er um fjalllendi að vetrarlagi. 
 
„Hin heilaga þrenning“
 
Sá snjóflóðaöryggisbúnaður sem nauðsynlegur er þeim sem ferðast til fjalla að vetrarlagi er stundum nefndur „Hin heilaga þrenning“ til að leggja áherslu á mikilvægi hans.
 
„Hin heilaga þrenning“ – snjóflóðastöng, skófla og snjóflóðaýlir.
Hið fyrsta sem ber að nefna er snjóflóðaýlir en það er sendi- og móttökutæki sem ætlað er að finna fólk sem grefst í flóði. Ýlirinn sendir stöðugt frá sér merki sem aðrir ýlar nema. Ef svo illa fer að einhver lendir í snjóflóði stilla félagar hans sína ýla af sendingu og yfir á móttöku. Þannig er hægt að nota þá strax til að leita að þeim sem lent hafa í snjóflóði og auka lífslíkur þess aðila allverulega. Mjög fljótlegt er að leita með snjóflóðaýli og skal alltaf hefja leit strax. Meðan leitað er með ýli er hann óvirkur sem öryggistæki fyrir þann sem leitar með honum í flóðinu. Því verða menn að vera í viðbragðsstöðu til að skipta snöggt frá móttöku yfir í sendingu ef annað flóð fellur. Meðan leitað er með snjóflóðaýli þarf að tryggja að engir ýlar í nágrenni leitarsvæðisins séu stilltir á sendingu. Æskilegt er að nokkrir menn leiti í einu verði því við komið og er eðli leitarinnar þríþætt. Fyrst er að ná sendingu, miða hana síðan út og staðsetja að lokum nákvæmlega hvar sendirinn og þar með líklega manneskjan er grafin.
 
Snjóflóðastöng er annað gott leitartæki til notkunar í snjóflóðum. Flestar eru úr fíber eða áli, 3–4 metrar á lengd, en hægt er að brjóta stöngina saman og hafa í bakpoka eða á vélsleða. Þegar stöng er notuð til leitar í flóði er henni stungið niður í gegnum snjóinn eins djúpt og hún nær. Nokkuð auðveldlega finnst ef stöngin rekst í manneskju sem er grafin í snjóflóðinu en þegar það gerist er mikilvægt að skilja stöngina eftir á nákvæmlega þeim stað. Ekki skal taka hana upp aftur. Með snjóflóðaleitarstöngum má leita markvisst í flóðinu dugi aðrar aðferðir ekki til. Rétt er þó að benda á að þessi leitaraðferð er mun seinlegri og því ólíklegri til árangurs en til dæmis leit með snjóflóðaýli. 
 
Skófla þarf að vera með í för til að grafa upp manneskju sem leitað hefur verið að. Hún þarf að vera létt og þægileg, passa vel á bakpoka eða vélsleða en um leið þarf að vera hægt að lengja skaft til að gott sé að moka með henni. Gott er að hafa í huga að stundum er auðveldara að fara aðeins niður fyrir þann sem finnst og moka sig inn að honum frekar en að moka sig niður að viðkomandi.
 
Að velja rétta leið
 
Að velja rétta leið er eitt það mikilvægasta og hafa ber í huga að flest snjóflóð falla í brekkum með um 30–45° halla. Hengjur sem falla eru oft orsök snjóflóða en þær myndast hlémegin við fjöll, oftast þegar vindurinn flytur snjó til. Því hærra sem farið er til fjalla því meiri er hættan á snjóflóðum enda hvassara og meiri snjókoma. Best er að velja sér leiðir ef hægt er þar sem vindur hefur skafið snjó í burtu t.d. á hryggjum og að sama skapi eru breiðir dalir öruggari en þröngir. 
 
Ef ekki er komist hjá því að ferðast um snjóflóðahættusvæði má minnka hættuna með því að láta einn í einu fara yfir hættusvæðið og fylgjast með. Ekki skal stoppa í miðri brekku heldur koma sér á öruggan stað. Gerið fyrirfram áætlun hvað skal gera ef flóð fer af stað.
 
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að allir þeir sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi hafi ofangreindan búnað með í för og hafi skilið eftir ferðaáætlun t.d. á www.safetravel.is. Falli snjóflóð skipta mínútur máli eigi að bjarga viðkomandi á lífi. Snjóflóðaöryggisbúnaður og þekking á notkun hans eykur líkur á því.
 
Project Manager Safetravel
Ferðamálafræðingur, BA,
Rural Tourism
Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...