Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er best að kjósa XD
Mynd / Bbl
Lesendarýni 23. september 2021

Það er best að kjósa XD

Höfundur: Guðrún Hafsteinsdóttir

Í gegnum alla sögu Sjálfstæðis­flokksins hefur flokkurinn alltaf staðið með bændum. Á því verður engin breyting á minni vakt.

Það sem stendur upp úr heimsóknum mínum um kjördæmið er þessi framsýni og athafnakraftur sem einkennir bændur. Þar er engan bilbug að finna, þrátt fyrir að þeirra rekstrarumhverfi og samkeppnisstaða sé á köflum erfið. Í mér eiga bændur samherja. Ég undrast mjög hvernig önnur framboð, einkanlega á vinstri vængnum, tala niður íslenskan landbúnað í stað þess að taka mark á framvarðarsveit bænda. Ég vil vinna þétt með fólkinu sem er að rækta Ísland í stað þess að láta báknið tefja uppbyggingu atvinnugreinar sem er og verður undirstaða íslensks þjóðlífs. Það má nefna að sífellt er verið að leggja auknar kröfur til bænda bæði hvað varðar aðbúnað dýra, sem og umhverfismál. Þar strandar ekki á bændum að standa sig vel.

Ég tek undir þá kröfu að íslenskir bændur sitji við sama borð og kollegar þeirra í Evrópu. Innflutningur á landbúnaðarvörum og tollar á þeim er málaflokkur sem fáir stjórnmálamenn hafa tileinkað sér og því skortir oft skilning á þeim skilyrðum sem íslenskur landbúnaður býr við. Það vill svo til að ég þekki ágætlega til slíkra mála í gegnum störf mín í fyrirtæki okkar fjölskyldunnar. Tollar eru ekkert endilega sérstakt áhugamál fyrir íslenska bændur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að tollum á landbúnaðarafurðir er beitt í nær öllum viðskiptalöndum Íslands.Það að flytja hingað inn niðurgreiddar erlendar vörur, án tolla, getur sett íslenskan landbúnað í erfiða stöðu. Samningsstaða okkar Íslendinga í viðskiptasamningum er að minnsta kosti ekki sterk á meðan svona er. Þessu þarf að sýna skilning og hafa til hliðsjónar við undirbúning nýrra búvörusamninga. Þar er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að matvælaframleiðsla á Íslandi geti eflst enn frekar og að bændur gegni áfram lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar.

Mér hefur fundist ánægjulegt að fylgjast með framsýni innan greinarinnar á svo mörgum sviðum. Ég horfi mjög til aukinnar þekkingar sem þar er að skapast með það að markmiði að landbúnaður verði áfram meginstoð íslensks hagkerfis. Þar er að myndast grunnur að uppbyggingu í nýsköpun sem nýtist til framtíðar. Sem væntanlega fyrsti þingmaður kjördæmisins heiti ég því að taka að fullu þátt í slíku uppbyggingarstarfi.

Atkvæði greitt XD á kjördag er atkvæði til stuðnings íslenskum landbúnaði.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...