Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðmundur Ármann og Birna G. Ásbjörnsdóttir kynntu verkefnið Melta, framleiðslu á Heilsuskoti úr broddmjólk mjólkurkúa.
Guðmundur Ármann og Birna G. Ásbjörnsdóttir kynntu verkefnið Melta, framleiðslu á Heilsuskoti úr broddmjólk mjólkurkúa.
Mynd / Skjáskot
Lesendarýni 9. desember 2020

Tækifærin í landbúnaði

Höfundur: Finnbogi Magnússon

Síðastliðin föstudag var kynning hjá Icelandic Startup á 9 frumkvöðlafyrirtækjum sem undanfarnar 10 vikur hafa tekið þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita og vil ég hvetja alla til að taka sér smá stund í að horfa á þessar kynningar og finna orkuna og sköpunarkraftinn sem býr í þessu fólki og skynja um leið þau fjölbreyttu og óendanlegu tækifæri sem felast í eflingu og nýsköpun í landbúnaði.

Formleg dagskrá Hraðalsins hefst á 27 mín. Slóðina má finna hér: https://www.facebook.com/tilsjavarogsveita/videos/376150730325172.

Það er mikið frumkvöðlaeðli og sköpunarkraftur í genum okkar Íslendinga enda hefðu forfeður okkar varla þraukað hér í gegnum aldirnar án þess. Mörg okkar erum samt þannig gerð að við þorum ekki að fylgja þeim hugmyndum eftir sem við fáum og óttumst að þær séu ekki nógu góðar og/eða við verðum að athlægi meðal félaga og kunningja ef hugmyndin er ekki nógu góð. Við ykkur vil ég segja, ekki hvika frá því að fylgja draumum ykkar eftir. Það er eðlilegt í öllum þróunarferlum að eitthvað mistakist. Mistökin greinir maður og finnur leiðir til að bæta hugmyndina og þróa áfram þangað til að hugmyndin er tilbúin til að fara í loftið. Mistökin geta verið þungbær og nagað mann, það þekki ég vel af eigin raun en það er enn verra að bregðast sjálfum sér og fylgja ekki sinni innri sannfæringu eftir.

Það er ekki einfalt að vera frumkvöðull og mikið af góðum hugmyndum sem verða aldrei að veruleika því frumkvöðlana skorti úthald, fjármagn og aðstoð til að klára verkið. En áframhaldandi og aukinn stuðningur við frumkvöðla er gríðarlega mikilvægur til að breyta og lyfta íslenskum landbúnaði upp á næsta þrep.

Gríðarleg óbeisluð auðlind

Staðreyndin er að innan landbúnaðarins býr gríðarleg óbeisluð auðlind og við getum með samstilltu átaki marfaldað framleiðsluverðmæti landbúnaðar sem er í dag á bilinu 5060 milljarðar króna (framleiðsluverðmæti sjávarútvegs er í dag um 140 milljarðar) og þannig gert landbúnað að stærri atvinnugrein en sjávarútveg.  Hvernig er þetta hægt kann einhver að spyrja og svarið við því er einfalt. 

Horfum ca 4050 ár til baka á stöðu sjávarútvegs á þeim árum. Afurðaverð var lágt og meðferð sjávaraflans var mjög ábótavant sem leiddi af sér lágt verð, lélega nýtingu hráefnis og mjög slaka almenna afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi þrátt fyrir að veiðin væri oft og tíðum meiri en er í dag. 

Hvað breyttist? Jú, aðgangur að auðlindinni var takmarkaður og því neyddust menn til að fara að hugsa um hvernig þeir hámörkuðu ávinninginn af hverju veiddu kg í stað þess að reyna bara að veiða fleiri kg. Þetta hefur svo leitt af sér að íslenskur sjávarútvegur er í dag meðal þeirra allra fremstu í heiminum og söluverð á flestum afurðum með því hæsta ef ekki það hæsta sem markaðurinn borgar fyrir slíkar vörur þar sem ímynd vörunnar í hugum neytenda er mjög sterk og er táknmynd hreinleika, gæða og sjálfbærni. Samhliða hefur vaxið hér upp fjöldi hátæknifyrirtækja sem sérhæfa sig í hönnun og framleiðslu búnaðar fyrir sjávarútveg sem er seldur um allan heim.

Sömu tækifæri og í sjávarútvegi

Íslenskur landbúnaður hefur nákvæmlega sömu tækifæri og sjávarútvegurinn hefur og margir myndu jafnvel halda fram að tækifæri landbúnaðarins væru mun meiri þar sem fjölbreytni afurða sem rúmast undir regnhlíf landbúnaðarins er miklum mun fjölbreyttara en sjávarútvegurinn hefur úr að spila. 

Menn eyða oft löngum tíma og mörgum orðum í að karpa um að útflutningur afurða landbúnaðar sé draumsýn og muni aldrei skila ásættanlegu verði, auk þess sem framleiðsla okkar sé svo smá að við munum aldrei afkasta neinni eftirspurn að ráði. Ég er sammála því að við verðum seint magnútflytjendur af landbúnaðarafurðum en fyrir okkur liggja mikil tækifæri á ýmsum sértækum mörkuðum þar sem gæði og ímynd vörunnar skiptir mun meira máli en verð. Með tilkomu sölu í gegnum alþjóðleg vöruhús eins og Amason opnast nýjar víddir fyrir örþjóð eins og okkar til að koma framleiðslu á framfæri því ekki þarf lengur að birgja upp hundruð vöruhúsa með dýrum lagerum heldur er ýmist hægt að senda vöruna frá framleiðanda við pöntun eða koma vörum fyrir á lagerum í 23 vel staðsettum vöruhúsum í Evrópu, Asíu og Ameríku.

Ekki má heldur gleyma því að landbúnaður snýst ekki bara í dag um „feitt ket og smjör“ með fullri virðingu fyrir þeirri framleiðslu, heldur eru áskoranir í loftslagsmálum og betri nýtingu matvæla að opna alveg nýjar víddir fyrir vörur og hugmyndir hvort sem það lýtur að t.d. bindingu CO2 eða bættri nýtingu ýmiss konar auka og hliðarafurða. Þarna er fjöldi tækifæra fyrir vísindasamfélagið að koma inn og þróa lausnir á hnattrænum vanda sem síðan er hægt að selja áfram um allan heim.

Framtíð landbúnaðarins er björt ef við þorum að taka nauðsynleg skref til móts við framtíðina – framtíð sem hrópar á vörur og lausnir sem við getum verið virkir þátttakendur í að skapa og kynna fyrir heiminum.


Finnbogi Magnússon

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...