Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsemi RML – Sjötti hluti
Lesendarýni 19. október 2022

Starfsemi RML – Sjötti hluti

Höfundur: Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML.

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hef ég skrifað greinar um starfsemi RML. Í þessari sjöttu og jafnframt síðustu grein að þessu sinni um starfsemi RML ætla ég að fara aðeins yfir erlent samstarf fyrirtækisins.

Karvel Karvelsson.

Erlent samstarf og samvinna RML er af margs konar toga og er mikilvægur hluti af því að hafa aðgang og geta nýtt sér nýjustu tækni og þekkingu hverju sinni.

Mörg af þeim verkefnum sem við tökum þátt í byggja í grunninn a norrænu samstarfi sem á sér langa sögu þegar kemur að búvísindum og landbúnaði hér á landi enda tenging okkar við Norðurlöndin sterk og löng hefð fyrir því að nemendur í búvísindum hafi sótt sér framhaldsnám við háskóla á Norðurlöndunum

Norfor er samstarfsverkefni Vaxa í Svíþjóð, Landbrug og Fodervarer í Damnörku, Tine í Noregi og RML á Íslandi. Samstarfið byggir á þróun og rekstri fóðurmatskerfis sem notað er á Norðurlöndunum en einnig aðeins utan þeirra. Hvert land á eignarhlut sem samsvarar fjölda mjólkurkúa á hverjum stað, eignarhlutur RML er því ekki mikill, eða um 2,8%, en við eigum engu að síður fulltrúa í stjórn Norfor og við erum þátttakendur í þó að litlum hluta sé í þróun kerfisins. Markmiðið með Norfor er að búa til bestu lausnina er kemur að fóðrun mjólkurkúa og holdanauta, þar sem horft er til sjálbærniviðmiða og umhverfisvænna lausna en að sjálfsögðu með hagkvæmustu leiðina fyrir bóndann í huga. Fóðursérfræðingar frá þessum löndum sjá í samstarfi um að þróa kerfið og byggja það upp. Notendaviðmót kerfisins er svo hannað í hverju landi fyrir sig en við notum kerfi Norðmanna, Tine Optifor. Nánari upplýsingar má sjá á https://www.norfor.info/

NCDX er annað norrænt samstarfsverkefni sem við eigum eignahlut í og erum þátttakendur á sama grundvelli og NorFor. Þar er þó munur á að Finnar eru þar einnig samstarfsaðilar. Í gegnum NCDX hefur verið unnið að því að þróa og byggja upp skýlausn sem einfaldar flutning á gögnum milli sjálfvirkra mjaltakerfa og skýrsluhaldskerfa. Eins og í NorFor eigum við eignarhlut í NCDX í hlutfalli við fjölda mjólkurkúa og eigum aðila í stjórn NCDX. Í gegnum NCDX samstarfið erum við nú aðili að iDDEN sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur til uppbyggingar á áðurnefndri skýlausn. Á vettvangi iDDEN sameinast skýrsluhaldsfélög frá 13 löndum með samtals um 20 milljónir mjólkurkúa um þessa uppbyggingu. Nánari upplýsingar má sjá á https://www.idden.org/. Mtech sem er hugbúnaðarfyrirtæki í eigu finnsku ráðgjafarþjónustunnar hefur séð um þróun á hugbúnaði NCDX og er í auknum mæli að þjónusta hugbúnaðarlausnir fyrir öll Norðurlöndin sem þá oft eru sameiginlegar. RML er í góðu sambandi við Mtech og horfum við til þess að auka það samstarf eftir því sem hentar hverju sinni.

RML er ásamt Landbúnaðarháskóla Íslands aðili að EAAP (European Federation for Animal Science). EAAP eru sjálfstæð alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að rannsóknum er tengjast búfjárrækt á breiðum grundvelli. Flest Evrópulönd eru aðilar að EAAP og samtökin eru einnig í góðum tengslum við vísindamenn og búfjárræktarfólk annars staðar í heiminum. Í gegnum þetta samstarf höfum við aðgang að gríðarmikilli þekkingu og nýjustum rannsóknum á sviði búfjárræktar.

Samtökin eru meðal annars einn af eigendum fræðiritsins Animal sem gefið er út í opnum aðgangi og hægt er að nálgast hér https://animal-journal. eu/. Í haust var Íslandi boðið að tilnefna aðila í stjórn EAAP sem situr þar sem fulltrúi, Íslands, Bretlands og Írlands og næstu 4 árin munum við því fyrir hönd RML og LbhÍ eiga stjórnarmann þar.

Að lokum má nefna að RML er einnig aðilar að ICAR sem er alþjóðlegur vettvangur fyrir búfjárskýrsluhald og gagnasöfnun í tengslum við það. RML á að sjálfsögðu í margs konar fleiri tengslum við erlenda aðila, bæði í samvinnu og samskiptum, sem ekki eru talin upp hér. Ég vona að greinar þessar sem hafa birtst á síðum Bændablaðsins að undanförnu hafi verið upplýsandi og lesendur séu einhverju nær um starfsemi RML. Upplýsingar um þjónustu og ráðgjöf má sjá á heimasíðu okkar, WWW.rml.is, ásamt því að starfsfólk RML er ávallt til viðtals hvort sem um er að ræða í gegnum síma 5165000 eða á starfsstöðvum RML.

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...