Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir
Lesendarýni 14. júní 2022

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Höfundur: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig.

Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.

Hvort sem sveitarfélög hafa starfrækt notendaráð áður, eða hyggjast leggja af stað í þá vegferð núna, þá er mikilvægt að kalla strax eftir tilnefningum frá hagsmunafélögum fatlaðs fólks um einstaklinga á svæðinu til að sitja í þessum ráðum.

Undirrituð hafa verið í sambandi við fatlað fólk í notendaráðum um allt land undanfarin misseri á reglulegum fundum. Auk þess höfum við átt samtal við starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa um þessi mál. Af þeirri reynslu höfum við lært að það virkar vel að kjörnir fulltrúar sitji í slíkum ráðum og séu þannig í beinu talsambandi við fatlaða íbúa í stefnumótun og ákvarðanatöku. Vel hefur gefist að starfsfólk sveitarfélaganna sé frekar í stuðningshlutverkum í þessum nefndum.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skipan og starfrækslu notendaráða:

  • Leitast við að hafa hóp fulltrúa fatlaðs fólks ekki of lítinn þannig að fjölbreytileiki náist.
  • Tryggja að fatlað fólk sé ekki í miklum minnihluta í notendaráðinu.
  • Greiða fyrir setu í ráðinu líkt og greitt er fyrir í öðrum fastanefndum.
  • Passa að fundir séu haldnir í aðgengilegu húsnæði og að gögn séu send með hæfilegum fyrirvara fyrir fundi til að hægt sé að kynna sér þau í þaula.

Við skorum hér með á sveitarstjórnarfulltrúa sem þetta lesa, að gera málið að sínu og tryggja að samráð við fatlað fólk sé til fyrirmyndar í ykkar sveit.

Ekki hika við að hafa samband, hvort sem er í síma eða tölvupósti, mottaka@obi.is. ÖBÍ er boðið og búið að aðstoða ykkur varðandi þessi mál og auðvitað til þess að fá tilnefningar um fatlað fólk til samstarfs.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags Íslands

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson,
formaður NPA-miðstöðvarinnar

Katrín Oddsdóttir,
mannréttindalögfræðingur

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...