Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Norska leiðin  er íslenskum  landbúnaði  mikilvæg
Lesendabásinn 4. október 2021

Norska leiðin er íslenskum landbúnaði mikilvæg

Höfundur: Guðni Ágústsson

Ég hef látið setja upp norsku leiðina í skipuriti Noregs gagnvart landbúnaði og íslenskum bændum. Þá set ég fram hugmynd að skipuriti fyrir nýtt landbúnaðar- og matvælaráðuneyti í anda norsku leiðarinnar.

Stjórnmálamenn og forystumenn flokka hafa í kosningabaráttunni komið til móts við þau sjónarmið að landbúnaðinn verði ,,að frelsa úr skúffunni“ í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ræktum Ísland er víðfeðm skýrsla eða opin bók um framtíðarsýn sem Björn Bjarnason vann ásamt Hlédísi Sveinsdóttur. Skýrslan tekur því miður ekki á stærsta málinu, sem er hvernig umgjörð stjórnsýslu landbúnaðarins verði að breytast til að landbúnaður á Íslandi geti tekið til varna og sótt fram. Norðmenn gera sér hins vegar vel grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins í fæðu- og matvælaöryggi landsmanna sem og að vera grunnatvinnuvegur í dreifðum byggðum landsins.

Ég hef sett upp skipurit með norsku leiðinni sem gæti verið mikilvægt plagg í þeirri endurskipulagningu sem verður að eiga sér stað hér á landi.

Allt frá 2007 þegar landbúnaðurinn var settur með sjávarútvegi saman í ráðuneyti hafa verið teknar ákvarðanir sem ganga í berhögg við alla umræðu um fæðu- og matvælaöryggi. Á þessum 13 árum hafa verið stigin óheillaspor sem hafa gert landbúnaðinn áhrifalausan við ríkisstjórnarborðið. Sjávarútvegurinn er hinn sterki atvinnuvegur okkar með allt sitt á hreinu hjá ríkinu með öflugar stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Á sama tíma hefur öll þjónusta við landbúnaðinn verið skert með markvissum hætti og dregið úr stuðningi ríkisins við landbúnað. Að lokum hvet ég bændaforystu og forystumenn stjórnmálaflokkanna að bretta upp ermar og endurskipuleggja alla umgjörð landbúnaðarins til að hann megi sækja fram til að efla byggð í landinu og íslenska matvælaframleiðslu.

Guðni Ágústsson.

Stafafura – reynsla Skota
Lesendabásinn 2. desember 2021

Stafafura – reynsla Skota

Í undirbúningi er stórfellt átak í ræktun stafafuru hér á landi á vegum Skógrækt...

Danir hafa háleit markmið í lífrænni ræktun
Lesendabásinn 2. desember 2021

Danir hafa háleit markmið í lífrænni ræktun

Nýafstaðið er málþing sem bar yfirskriftina „Lífræn ræktun í framkvæmd“ en undan...

Engin þörf á að hækka vexti
Lesendabásinn 5. nóvember 2021

Engin þörf á að hækka vexti

Nú sem oftar sýna vaxtaákvarðanir bankanna hvernig heimilin eru gjörsamlega varn...

Samtök smáframleiðenda matvæla tveggja ára
Lesendabásinn 5. nóvember 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla tveggja ára

Þann 5. nóvember verða Samtök smáframleiðenda mat­væla (SSFM) tveggja ára. Þetta...

Rétt tré á réttum stað
Lesendabásinn 4. nóvember 2021

Rétt tré á réttum stað

Ólíkt hafast þjóðir að. Á sama tíma og gróðursetning barrtrjáa hér á landi hefur...

Vantraust á fiskveiðiráðgjöf
Lesendabásinn 4. nóvember 2021

Vantraust á fiskveiðiráðgjöf

Á nýafstöðnum 37. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var eftirfarandi ályktu...

Riðuveiki í sauðfé og geitum
Lesendabásinn 21. október 2021

Riðuveiki í sauðfé og geitum

Í Bændablaðinu síðasta, 7. október 2021, og í pistli í sjónvarpinu nýlega, er fj...

Efla þarf rannsóknir á erfðavísum sem veita þol gegn riðu í sauðfé
Lesendabásinn 18. október 2021

Efla þarf rannsóknir á erfðavísum sem veita þol gegn riðu í sauðfé

Á forsíðu Bændablaðsins þann 23. september sl. var því slegið upp í fyrirsögn að...