Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ljósið í bæjarlæknum
Lesendabásinn 4. október 2019

Ljósið í bæjarlæknum

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir
Orkuauðlindir landsins eru í eigu landeigenda. Ríkið er  stærsti eigandi en þar á eftir koma sveitarfélög og aðrir landeigendur svo sem bændur. Flutningskerfi raforku eru í sameign þjóðar en landsmenn sitja ekki við sama borð er kemur að flutningi á raforkunni til síns heima, það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa. En erum við að fara yfir lækinn til að nálgast vatnið?
 
Flutningskostnaður raforku
 
Í landinu eru tvær gjaldskrár á flutningi rafmagns, þ.e. dreifbýlis­verð og þéttbýlisverð. Dreif­kostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli á undanförnum árum og ljóst er að stöðugt dregur í sundur og núverandi jöfnunargjald er langt frá því að jafna þennan mun. Nú er svo komið að það er u.þ.b. fjórðungi hærra í dreifbýli þrátt fyrir jöfnunargjaldið sem var sett á til að jafna dreifikostnað raforku í landinu. 
 
Skýringin á sífellt hækkandi kostnaði á dreifingu raforku er að kaupendum raforku fækkar í dreifbýlinu og fjárfestingaþörf og endurnýjunarþarfir er meiri í dreifbýli en þéttbýli og einnig átaksverkefni eins og þrífösun rafmagns.  Þetta leiðir af sér aukinn mun á meðalverði í þéttbýli og dreifbýli.
 
Smávirkjanir styrkja dreifikerfi raforku
 
Smávirkjanir eru skilgreindar svo sem eru minni en 10MW. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum og eru kostir þeirra margir. Þarna flæðir umhverfisvæn orka og bæði mannvirki og náttúrurask eru oft að fullu afturkræfar framkvæmdir. Smávirkjanir tengjast kerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir, auk þess sem þær lækka flutningstöp raforku og lækka rekstrarkostnað dreifiveita. 
Stefna núverandi stjórnvalda er að styrkja byggð í öllu landinu, jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Þar undir fellur það verkefni að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli. 
 
Gerð smávirkjana stórmál
 
Virkjunarkostir fyrir smávirkjanir hér á landi eru margir, sérstaklega á Vestfjörðum, Norðurlandi og fyrir austan, eða nánast alls staðar þar sem styrkja þarf dreifikerfið. En skiplags- og leyfismál smávirkjana eru flókin og reglugerðir íþyngjandi. Ferlið frá hugmynd að tengingu er kostnaðarsamt og tímafrekt og langt frá samsvarandi ferli fram­kvæmda t.d. í landbúnaði þar sem framkvæmdir bæði á landi og mann­virkjum geta kostað umtalsvert rask. 
 
Einfalda þarf kerfið
 
Ljóst er að smávirkjanir eru ein leið til að styrkja dreifikerfi landsins og lækka kostnað við rekstur þess. Með einföldun leyfis- og skipulagsmála smávirkjana er opnað á leið til að ná niður dreifingarkostnaði raforku í dreifbýli og þar með leið að frekari jöfnun á raforkukostnaði og jafnar tækifærin til atvinnu og stuðlar að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Já, við þurfum ekki að vaða bæjarlækinn til að nálgast ljósið. 
 
Halla Signý Kristjánsdóttir
þingmaður Framsóknarflokksins
Hugleiðingar um verndun íslenska forystufjárins
Lesendabásinn 6. desember 2022

Hugleiðingar um verndun íslenska forystufjárins

Íslenska forystuféð er einstök erfðaauðlind. Hliðstæðu þess er hvergi að finna í...

Sameining áþekkra landsstofnana
Lesendabásinn 30. nóvember 2022

Sameining áþekkra landsstofnana

Í bígerð er sam­eining tveggja gamalgróinna stofnana.

Að virkja stjörnurnar
Lesendabásinn 29. nóvember 2022

Að virkja stjörnurnar

Sólkerfið okkar er hluti vetrar­brautarinnar með milljörðum stjarna.

Votlendissjóður í alþjóðlegu samhengi
Lesendabásinn 28. nóvember 2022

Votlendissjóður í alþjóðlegu samhengi

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í Helsinki við hátíðlega athöfn í b...

Staðreyndirnar tala sínu máli
Lesendabásinn 25. nóvember 2022

Staðreyndirnar tala sínu máli

Ísteka hefur sent frá sér yfirlit yfir blóðtöku­starfsemi ársins.

Smáframleiðendur slá í gegn á Landbúnaðarsýningunni
Lesendabásinn 23. nóvember 2022

Smáframleiðendur slá í gegn á Landbúnaðarsýningunni

Á Landbúnaðar­sýningunni í Laugar­dalshöll þann 14.–16. október sl., sem áætlað ...

Markaðsstaða íslensks lambakjöts
Lesendabásinn 22. nóvember 2022

Markaðsstaða íslensks lambakjöts

Um árabil hefur staða greinarinnar verið bágborin og viðvörunar­ljósin blikkað v...

Um lausagöngu búfjár og álit umboðsmanns Alþingis
Lesendabásinn 22. nóvember 2022

Um lausagöngu búfjár og álit umboðsmanns Alþingis

Á dögunum gaf umboðsmaður Alþingis út álit þar sem fjallað er um lausagöngu búfj...