Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jarðgöng á Tröllaskaga
Lesendarýni 13. júní 2016

Jarðgöng á Tröllaskaga

Höfundur: Kristján L. Möller.
Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí sl. var fjallað um þingsályktunartillögu sem ég er fyrsti flutningsmaður að ásamt 12 öðrum þingmönnum.
 
Ég fagna áhuga blaðsins á þessari tillögu en verð að gera athugasemdir við fyrirsögn blaðsins og umfjöllun þess um hinn gamla samanburð jarðgangakosta á Tröllaskaga. Vinna við það verkefni hófst með skipun starfshóps árið 1994 og lauk með skýrslu um valkosti í nóvember 1999.
 
Tvær meginleiðir við gerð jarðganga voru skoðaðar og þær bornar saman við nýjan veg um Lágheiði, þ.e. Fljótaleið og Héðinsfjarðarleið.
 
Í skýrslunni segir m.a. um þessar leiðir:
Fljótaleið, frá Siglufirði inn Hólsdal, um jarðgöng til Nautadals í Fljótum, inn Holtsdal og um jarðgöng til Ólafsfjarðar, yrði um 33 km. Miðað við jarðgangamunna í 100 m hæð yfir sjó, væru göngin  4,7 og 8,5 km löng, eða  samtals 13,2 km.
 
Héðinsfjarðarleið, frá Siglufirði inn Skútudal, um 4 km jarðgöng til Héðinsfjarðar innan við Héðinsfjarðarvatn, og síðan um 6,2 km löng jarðgöng til Ólafsfjarðar  (eða 10.2 km)og 15 km milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
 
Í þessum samanburði í skýrslunni munar 3 km í jarðgöngum, þ.e. hvað Fljótaleiðin hefði orðið lengri, og því er munurinn m.v. ný Siglufjarðargöng frá Hólsdal yfir í Fljót einungis 1,7 km í heildarlengd. Rétt er að geta þess að Héðinsfjarðargöng eru 10,5 km í bergi og lengdust því um 300 m við fullnaðarhönnun þar sem m.a. var tekið tillit til snjóalaga og snjóflóða, jarðfræði, aðkomu vega og margt fleira sem upp kemur við fullnaðarhönnun og endanlega legu.
 
Niðurstaða samráðshópsins
 
Niðurstaða samráðshópsins var að göng um Héðinsfjörð væri besti kosturinn. 
„Meginröksemd fyrir tillögunni var sú að með þessari leið tengist Siglufjörður byggðum við Eyjafjörð á þann hátt að Eyjafjarðarsvæðið í heild verður öflugra mótvægi við  höfuðborgarsvæðið og byggð á miðju Norðurlandi styrkist verulega. Ávinningur með hringtengingu með ströndinni um Tröllaskaga er einnig talinn verulegur fyrir sveitarfélög í Skagafirði, Siglufirði og Eyjafirði, einkum í ferðaþjónustu.“ 
Vorið 2000 samþykkti Alþingi tillögu um gerð jarðganga á norðanverðum Tröllaskaga sem myndu tengja Siglufjörð og norðaustanverðan Skagafjörð betur við Ólafsfjörð og Eyjafjarðarsvæðið. 
 
Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum
 
Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum var þessi m.a.:
„...að Héðinsfjarðarleið og Fljótaleið myndu ekki valda umtalsverðum neikvæðum áhrifum á umhverfið. Þessar framkvæmdir myndu hins vegar leiða til umtalsverðra jákvæðra áhrifa á byggð og þá sérstaklega á norðanverðum Tröllaskaga. Þegar þessar tvær leiðir voru bornar saman með tilliti til arðsemi og umhverfisáhrifa, á náttúru og samfélag, benti flest til þess að Héðinsfjarðarleið væri betri kostur. Út frá vegtæknilegu sjónarmiði og arðsemi lagði Vegagerðin til Héðinsfjarðarleið sem meginkost.
 
Niðurstaða matsins var einnig sú að Héðinsfjarðarleið hafi jákvæðari áhrif á byggð og samfélag án þess að valda verulegum neikvæðum áhrifum á náttúru svæðisins.“ Tvennt stóð upp úr: 
1. Veruleg jákvæð áhrif sem bættar samgöngur með Héðins-fjarðarleið kunna að hafa á samfélagið á norðanverðum Tröllaskaga, þá fyrst og fremst Siglufjörð og Ólafsfjörð.
 
Leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er nú 15 km, en hefði orðið 31 km með Fljótaleið, og á milli Siglufjarðar og Akureyrar eru nú 76 km en hefðu orðið 92 km með Fljótaleið. Stytting milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með tilkomu Héðinsfjarðarleiðar eru 219 km á veturna og 47 km á sumrin. 
 
Lokaorð:
 
Öll umfjöllun í blaðinu um að tillaga okkar og rökstuðningur sé byggður á svipuðum rökum og ekki þóttu boðleg í deilum um Héðinsfjarðargöng fær ekki staðist. Fljótaleiðin, þ.e. leggurinn úr Fljótum til Ólafsfjarðar, hafði mjög marga annmarka eins og rakið var í ótal greinum og skýrslum á sínum tíma. Hún hafði hins vegar einn mikinn kost, þ.e. göng frá Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum, leið sem hefði betur verið valin á sínum tíma í stað leiðarinnar um Almenninga og Strákaganga.
 
Tillaga mín og 12 annarra þingmanna fjallar einmitt um þann legg með þeim rökum sem sett eru fram í greinargerð tillögunnar.
 
Meðfylgjandi er kort af svæðinu þar sem þessir jarðgangakostir eru settir inn, m.a. Fljótaleggurinn sem var annar leggur Fljótaleiðarinnar og er mikilvægt að hafa það í huga í þessum samanburði.
Samkvæmt því sem hér er ritað var það mat Vegagerðarinnar og niðurstaða umhverfismats að Héðinsfjarðarleiðin væri mun betri kostur.
 
Ég held að enginn deili um það lengur. Árin, umferðin og mikil jákvæð byggðaleg áhrif hafa sannað það.
Þeim hefur fjölgað mjög sem hefðu viljað þessa Lilju kveðið hafa.
 
Kristján L. Möller
alþingismaður og fyrsti
flutningsmaður umræddrar tillögu.

2 myndir:

Skylt efni: Jarðgöng

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...