Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskir sauðfjárbændur taka forystu
Lesendarýni 1. desember 2016

Íslenskir sauðfjárbændur taka forystu

Höfundur: Sandra B. Jónsdóttir
Reglugerð nr. 878/2016 sem bannar notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt mun gera útflytjendum kleift að ábyrgjast að íslenskt lambakjöt – framleitt án erfða­breyttra efna – stuðli að öryggi neytenda. 
 
Líftími sláturlamba er stuttur; þau ná því tæpast að verða fyrir heilsutjóni vegna neyslu erfðabreytts fóðurs, en neytendur sem neyta lambakjöts til lengri tíma kynnu að verða fyrir slíkum áhrifum. Ekki er hægt að ábyrgjast að neysla á kjöti, mjólkurafurðum eða eggjum úr búfé sem fóðrað er með erfðabreyttu fóðri sé örugg. Vísindarannsóknir sýna að erfðaefni (DNA) úr slíku fóðri eyðist ekki alltaf í meltingarvegi búfjár, en kann að berast úr meltingarfærum dýra í blóð þeirra og líffæri. Neytendur sem neyta kjöts eða annarra afurða dýra sem fóðruð eru á erfðabreyttu fóðri kunna að verða fyrir varanlegu heilsutjóni. Þetta sýna nú æ fleiri rannsóknir.  
 
Erfðabreyttar fóðurplöntur sem nota glýfosat – ekki sýnt fram á öryggi þeirra 
 
Meginhluti (80%) heimsræktunar erfðabreyttra nytjaplantna eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola illgresiseitrið glýfosat, en algengust þeirra er erfðabreytt soja sem einkum er notuð til fóðrunar búfjár. Á þeim 20 árum sem glýfosat-þolnar plöntur hafa verið ræktaðar hafa hundruð sjálfstæðra rannsókna verið gerðar á heilsufarsáhrifum þeirra á búfé, tilraunadýr, fiska og vatnalíf, jarðveg og frumur í mönnum, svo og áhrif þeirra á andrúmsloft og grunnvatn. 
 
Margar tilraunarannsóknir sýna neikvæð áhrif á lifur og nýru, svo og önnur helstu líffæri, í músum og rottum sem fóðraðar voru á erfðabreyttu fóðri. Þessar rannsóknir hafa vakið svo miklar áhyggjur af áhættu sem heilsufari neytenda er búin af glýfosati að vísindamenn efast nú um hvort leyfisveitingar opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu standi á nógu traustum forsendum. Á grundvelli rannsóknar sem 14 vísindamenn gerðu undir forystu heimsþekkts sameindalíffræðings lögðu þeir fram ályktun þess efnis að mat eftlirlistsstofnana á öryggi glýfosats sé byggt á úreltum aðferðum. Þær meta heilsufarsáhættu af stórum skömmtum sem ekki eru notaðir, en meta ekki áhættu af lægri skömmtum sem í reynd eru notaðir. Þær kanna heldur ekki hvernig glýfosat truflar innkirtlastarfsemina, sem aftur kann að valda krabbameini, fæðingargöllum og þroskatruflun í börnum. 
 
Það er verulegt áhyggjuefni að erfðabreytt fóður innihaldi glýfosatleifar. En Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (nánar tiltekið alþjóða krabbameins­rannsóknastofnunin, IRAC) hefur lýst yfir að glýfosat sé líklega krabbameinsvaldur. Notkun þess hefur fimmtán-faldast á síðustu tveimur áratugum, eða síðan ræktun erfðabreyttra plantna hófst. Það kemur ekki á óvart að óháð rannsóknastofa fann efnið í 10 af 24 morgunkornvörum, m.a. vinsælum tegundum á borð við Cheerios og Kelloggs kornflex. Rannsóknir í Bandaríkjunum greindu glýfosat í þvagi 93% neytenda sem voru kannaðir. Lögmenn fjögurra bænda og búfræðings sem létust eftir að hafa umgengist glýfosat hafa sótt Monsanto (framleiðandann) til saka fyrir að gefa almenningi villandi upplýsingar um öryggi þess.
 
Erfðabreyttar fóðurplöntur sem nota Bt-skordýraeitur – ekki sýnt fram á öryggi þeirra
 
Bt-eitur er notað í fóðurplöntur (einkum maís og soja) sem erfðabreytt var með því að skjóta því í erfðamengið til þess að eyða skordýrum sem sækja á plönturnar.  Bt-eitrið í erfðabreyttum plöntum er að finna í öllum þáttum plöntunnar (laufi, stilkum, blómum og rótum) og í ríkum mæli. Dýr sem éta erfðabreyttar Bt-plöntur innbyrða með því Bt-eitur sem borist getur í blóð þeirra og einstök líffæri, og endað þar með á diskum neytenda. 
 
Margar tilraunir á músum og rottum sýna tjón af völdum neyslu Bt-fóðurs og hið sama hefur komið fram í nokkrum rannsóknum á búfé. Í einni rannsókn kom í ljós að ær sem fengu Bt-maís í þrjár kynslóðir urðu fyrir truflunum á starfsemi meltingarkerfisins og í lömbum þeirra komu fram frumubreytingar í lifur og brisi. Önnur rannsókn sýndi að svín sem fengu fóðurblöndu með erfðabreyttu soja og maís á 22,7 vikna löngu meðal æviskeiði þjáðust tíðar af alvarlegum magabólgum en svín sem fengu venjulegt ó-erfðabreytt fóður, auk þess að leg þeirra var að jafnaði 25% þyngra (notað sem vísbending í meinafræðum). 
 
Ný ritrýnd frönsk rannsókn (2016) sem gerð var í samstarfi við þýskan kúabónda (sem jafnframt er með meistaragráðu í búvísindum) rannsakaði gögn bóndans um allar mjólkurkýr hans sem fóðraðar voru að 40% á Bt-maís. Hún sýndi að maísyrkið Bt176 olli eitrun í kúnum til lengri tíma. Kýrnar þjáðust af staðbundinni lömun, þreytu og vandamálum í nýrum og slímhúð. Af þeim kúm sem veiktust drápust 10%.   
Neytendur átta sig á því að við neyslu búfjárafurða eru þeir að innbyrða það sem búféð nærðist á. Það getur ekki talist tilviljun að í kanadískri rannsókn (2011) komu tvö helstu eiturefnin sem notuð eru við ræktun erfðabreyttra plantna – Bt-eitur og glýfosat – fram í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Íslenskir sauðfjárbændur eiga hrós skilið fyrir að vernda heilbrigði búfjár og neytenda með banni við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárrækt. Hver veit nema sú jákvæða þróun eigi eftir að hafa áhrif á svínarækt, mjólkurframleiðslu, eggja- og kjúklingabúskap landsmanna áður en langt um líður.
 

Skylt efni: erfðabreytt fóður

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...