Þýfi plægt með Fordson-dráttarvél fyrir brotplógi. 
Þýfi plægt með Fordson-dráttarvél fyrir brotplógi. 
Mynd / Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Lesendabásinn 25. mars 2021

Fordson F – Fyrirmynd dráttarvéla 20. aldar

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Á Búsáhaldasýningunni sem hald­in var í Reykjavík árið 1921 stóð dráttarvél með nafni sem einhverjum sýningargestum kom kunnuglega fyrir sjónir – Fordson.

Árið 1915 hafði orðið til fyrirtækið Henry Ford & Son skilið frá Ford Motor Company, í því skyni að hanna og dráttarvél án afskipta hluthafa Ford-kompanísins. Draumur Fords var að smíða dráttarvél sem að stærð og verði hentaði sem flestum bændum og við smíðina skyldi beitt tækni sem vel hafði reynst við bílasmíðina – að smíða vélarnar á færibandi. Til varð dráttarvél sem fékk nafnið Fordson F. Fréttir af henni bárust brátt til Íslands og umboðsmaður Ford hérlendis, Páll Stefánsson frá Þverá, hóf að kynna hina nýju dráttarvél. Búnaðarfélagsmenn urðu strax spenntir og höfðu spurst fyrir um dráttarvélina hjá Páli þegar vorið 1917. Svo virðist sem svar við þeirri fyrirspurn hafi dregist. (Sjá nánar í bókinni Frá hestum til hestafla, bls. 101-106).

Fátt bendir til þess að gesti Búsáhaldasýningarinnar 1921 hafi rennt grun í að þar stæði dráttarvél sem ætti eftir að verða ein helsta fyrirmynd dráttarvélasmiða um komandi áratugi. Í mörgu tilliti braut hún í bág við eldri gerðir dráttarvéla og boðaði nýja tíð. Enn síður vissu þeir að maður  að nafni Harry Ferguson væri að vinna með hugmynd að tæknibúnaði sem félli að Fordson-vélinni og ætti eftir að breyta heimsmynd vélplægingamanna.

Það fer ekki mörgum sögum af Fordson-dráttarvélinni fyrst eftir að Búsáhaldasýningunni lauk. Hún hvarf þaðan jafn hljóðlega og hún kom. Við hana skorti verkfæri og þannig er dráttarvél gagnslítil.  Þjóðsagan segir að vélin hafi staðið ónotuð í Reykjavík um 5-6 ára skeið og að enginn hafi eftir henni spurt. Þá brá Páll Stefánsson á það ráð að gefa dráttarvélina vini sínum, Halldóri skólastjóra á Hvanneyri, þar sem hún enn er til. „Gerði hann það af gömlum og góðum kunningsskap við mig og velvild á íslenskum landbúnaði“, skrifaði Halldór í rækilegri greinargerð sinni um reynslu af dráttarvélinni. Þar sagði einnig m.a.:

„Dráttarvjelin hefur reynst mjer prýðilega. Hún er handhæg og lipur og fremur auðveld í meðferð. Þó verður að leggja hina ýtrustu áherslu á það, að þeir, sem með hana fara, þekki hana vel, og kunni vel að stjórna henni...  Með dráttarvjelinni er nú hægt á tiltölulega ódýran og einfaldan hátt að losna við erfiðustu vinnuna, jarðvinsluna, sem mörgum hefir eðlilega vaxið í augum.” 

Íslenska Fordson-sagan var að hluta rakin í bókinni Alltaf er Farmall fremstur, bls. 29-36, m.a. með samanburði Fordson við International 10-20 frá samnefndri dráttarvélasmiðju. Dráttarvélin IHC 10-20 hafði betur í samkeppni við Fordson hérlendis. Munaði um það að Samband íslenskra samvinnufélaga hafði umboð fyrir IHC og bjó að greiðum aðgangi að bændum um allt land og samtökum þeirra í gegnum kaupfélögin. 

Bjarni Guðmundsson

Skylt efni: dráttarvélar | Fordson

Áveitur – þakkir til heimildarmanna
Lesendabásinn 21. apríl 2021

Áveitur – þakkir til heimildarmanna

Vorið 2019 birti Bændablaðið stutta grein mína, Minjar um áveitur?, þar sem ég s...

Veik málsvörn Þórarins Lárussonar
Lesendabásinn 20. apríl 2021

Veik málsvörn Þórarins Lárussonar

Þegar vitnað er í skrif annarra við réttlætingu á eigin skrifum þarf að vanda si...

Íslenskt merki á hvítt sem rautt
Lesendabásinn 19. apríl 2021

Íslenskt merki á hvítt sem rautt

„Mér þykir vænt um svín. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. S...

Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum
Lesendabásinn 19. apríl 2021

Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum

Fyrirhugað er að sameina Bænda­samtök Íslands og búgreinafélög á Aukabúnaðarþing...

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál
Lesendabásinn 15. apríl 2021

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál

Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að...

Heimaslátrun, heilnæmi afurða og velferð dýra
Lesendabásinn 7. apríl 2021

Heimaslátrun, heilnæmi afurða og velferð dýra

Í Bændablaðinu þann 11. mars sl. var fjallað um skýrslu dr. Hólmfríðar Sveinsdót...

Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda
Lesendabásinn 6. apríl 2021

Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda

Heimsbyggðin er að vakna til vitundar um auðlindir og æ fleiri gera sér grein fy...

Fyrsti Evrópudagur ullarinnar
Lesendabásinn 31. mars 2021

Fyrsti Evrópudagur ullarinnar

Í Evrópu eru um 70 milljón fjár. Mörg lönd í Everópu standa frammi því að ull se...