Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fæðuöryggi er á dagskrá
Mynd / Bbl
Lesendabásinn 21. mars 2022

Fæðuöryggi er á dagskrá

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Fyrir síðastliðna helgi var greiddur út stuðningur vegna hækkana á áburðarverði. Ástæða stuðningsins voru miklar hækk­anir á áburðarverði síðasta haust.

Ég óskaði eftir þessu fjármagni við fjárlaganefnd þannig að unnt væri að bregðast við stöðunni. Í millitíðinni hafa svo orðið straumhvörf í alþjóðastjórnmálum vegna árásarstríðs yfirvalda í Rússlandi á hendur Úkraínu. Íslensk stjórnvöld fordæma aðgerðir stjórnvalda í Kreml og hafa lýst yfir stuðningi við Úkraínu og veitt mannúðaraðstoð og það munum við gera áfram. Ljóst er að stríðið mun hafa margvísleg áhrif um allan heim, þar á meðal á framboð og verð matvæla.

Bæði Úkraína og Rússland eru stórir útflytjendur á korni ásamt því sem að Hvíta-Rússland og Rússland flytja út mikið af áburði og orku. Þannig er ljóst að fæðuöryggi er á dagskrá næstu misseri og næstu ár. Álag mun verða á allri virðiskeðju matvæla þar sem áburður og orka eru stórir kostnaðarliðir í framleiðslu matvæla. Um árabil höfum við á Vesturlöndum notið hnattvæðingar þannig að aðföng hafa verið keypt þaðan sem þau voru ódýrust. Þannig hefur matvælaverð hækkað í flestum tilfellum hægar heldur en almennt verðlag um langa hríð. Áhrif þessa stríðs og þeirrar nýju stöðu sem komin er upp í alþjóðamálum munu að öllum líkindum vara árum saman. Við sem hér búum erum ekki ónæm fyrir því. Íslensk stjórnvöld hafa haft það á stefnu sinni síðustu ár að orkuskipti verði í samgöngum, til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum en einnig vegna þess að það er efnahagslega skynsamlegt.

Innlend matvælaframleiðsla er vörn gegn sveiflum

Sömu lögmál gilda hvað framleiðslu matvæla varðar. Við þurfum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum og það vill svo til að þau mál eru samþætt þjóðaröryggismálum á borð við fæðuöryggi. Við erum háð því að geta flutt hingað til lands mikið magn af korni, fyrir búfé og til manneldis, áburð, tæki og eldsneyti. Sá tími er liðinn að við getum horft fram hjá því hvaðan þessar vörur koma. Þó að við getum aldrei orðið sjálfum okkur nóg um alla hluti þá þarf að horfa til þess að draga úr því hversu mikið við erum öðrum háð um vörur sem eru lífsnauðsynlegar.

Þannig blasa við mikilvæg verkefni til skemmri og lengri tíma. Til skemmri tíma þarf að greina hver áhrifin verða á framleiðslu matvæla og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Ég hef sett á fót fæðuöryggisteymi innan matvælaráðuneytisins sem mun fylgjast grannt með stöðunni. Til lengri tíma þurfum við að verða sjálfum okkur nóg eins og hægt er hvað varðar helstu aðföng sem hafa áhrif á matvælaverð. Ryðja þarf úr vegi hindrunum, þar sem þær finnast, til þess að nýta næringarefni til áburðarframleiðslu og greina hvar tækifæri leynast. Með þessu móti kann að verða raunhæft að við náum að stórefla lífræna framleiðslu á Íslandi í stærri skrefum en við höfum hingað til séð. Þannig getum við samtímis náð markmiðum um eflingu lífrænnar ræktunar og þess að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Markmið búvörusamninga þarf að aðlaga að markmiðum stjórnvalda

Fyrir liggur að til þess að ná árangri í loftslagsmálum og til þess að tryggja fæðuöryggi mun þurfa að beita búvörusamningum. Í gegnum búvörusamninga birtist stefnumótun stjórnvalda í verki og þar þarf að vera samhljómur. Ég nefndi í ræðu minni á Búgreinaþingi að það þyrfti að launa það sem vel er gert. Ef landbúnaðinum verður gert að ná árangri í loftslagsmálum án þess að stuðningurinn taki mið af því, verður árangurinn minni og minni líkur á því að markmið náist. En jafnframt þurfa breytingarnar að taka mið af því að auka fæðuöryggi þannig að þegar markmiðum er náð stöndum við uppi með landbúnað sem er bæði loftslagsvænn og öflugur. Landbúnað sem hefur fleiri stoðir heldur en búfjárrækt, með aukinni áherslu á framleiðslu nytjajurta, hvort sem er grænmeti eða korn.

Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra

900 milljónir greiddar út til bænda
Lesendabásinn 23. september 2022

900 milljónir greiddar út til bænda

Fyrstu sprettgreiðslurnar til bænda voru greiddar út síðastliðinn föstudag, t...

Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2
Lesendabásinn 20. september 2022

Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2

Í rúman áratug, eða frá árinu 2011, hafa íslensk orkufyrirtæki selt hreinl...

Nú er lag að lenda strandveiðum
Lesendabásinn 20. september 2022

Nú er lag að lenda strandveiðum

Kæra Svandís. Lengi hefur staðið til að skrifa þér en núna held ég að það se...

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum
Lesendabásinn 16. september 2022

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum

Eftir erfiða tíma undanfarin ár eru jákvæð teikn á lofti fyrir sauðfjárbænd...

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022 - Seinni hluti
Lesendabásinn 14. september 2022

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022 - Seinni hluti

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins (15. tölublað) birtist fyrri hluti umfjöl...

Blóðtakan eykur nytjar af hrossum og styrkir afkomuna
Lesendabásinn 13. september 2022

Blóðtakan eykur nytjar af hrossum og styrkir afkomuna

Með annars ágætri umfjöllun um blóðtökur úr hryssum í Bændablaðinu þann 25...

Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur
Lesendabásinn 8. september 2022

Ný verðlagsnefnd og uppfærður verðlagsgrundvöllur

Ný verðlagsnefnd hittist á sínum fyrsta fundi í síðustu viku á nýrri skri...

Landbúnaðarháskóli Íslands verður hluti af evrópsku háskólaneti
Lesendabásinn 7. september 2022

Landbúnaðarháskóli Íslands verður hluti af evrópsku háskólaneti

Landbúnaðarháskóli Íslands og sjö aðrir samstarfsháskólar í Evrópu hlut...