Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Lesendarýni 13. júlí 2022

Ábyrg kaup á líflömbum

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Matvælastofnun hvetur til arfgerðagreininga með tilliti til næmis gegn riðusmiti og að bændur nýti þá þekkingu í sinni ræktun.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Mikilvægt er að líflömb sem flutt eru milli bæja/svæða til kynbóta og/ eða sem nýr fjárstofn á svæðum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu séu arfgerðagreind.

Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga. Verndandi arfgerðin ARR hefur raunar ekki fundist á líflambasölusvæðum enn sem komið er, en arfgerðin AHQ finnst þar í einhverjum mæli og er flokkuð sem „lítið næm arfgerð“.

Hér á landi er hlutlausa arfgerðin ARQ algengust en áhættuarfgerðin VRQ er því miður einnig nokkuð algeng.

Arfgerðin T137, sem hefur sýnt sig að vera verndandi arfgerð í tilteknum fjárstofni á Ítalíu, hefur fundist í íslensku fé og því er vænlegt að rækta fé með þá arfgerð.

Í gildi er reglugerðarákvæði sem kveður á um (3. gr. reglugerðar nr 217/2012) að: Þar sem fram hefur farið niðurskurður vegna riðu skal þó einungis heimilt að flytja líflömb sem hafa ekki VRQ arfgerðina á búið.

Samkvæmt ákvæðinu er bannað að flytja lömb með VRQ áhættuarfgerðina inn á bú þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Ekki er ábyrgt að kaupa fé með VRQ arfgerðina á aðra bæi.

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...