Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Aðgerðir til hjálpar bændum
Mynd / Bbl
Lesendabásinn 20. janúar 2022

Aðgerðir til hjálpar bændum

Höfundur: Birgir Þór Haraldsson Kornsá

Í kortunum eru yfirvofandi aðfanga­hækkanir sem bændur þurfa að mæta á komandi fram­leiðsluári. Nýr ráðherra land­búnaðar­mála hefur boðað stuðning upp á 700 milljónir til að milda höggið vegna verðhækkana á tilbúnum áburði. Síðan 2017, þegar ég hóf búskap, hafa verið greiddar 1.620 milljónir til bænda umfram búvörusamning.

Árið 2017 fengu sauðfjárbændur 650 milljóna króna stuðning vegna hruns á afurðaverði og árið 2021 studdi ríkið við bændur með 970 milljónum króna vegna Covid en sá stuðningur skiptist niður á viðbótargreiðslu á gæðastýringu kindakjöts, viðbótargreiðslu á ull og viðbótargreiðslu á ungnautakjöt 2020.

Ég vil ekki gera lítið úr þessum viðbótargreiðslum sem bændur hafa fengið en velti fyrir mér hverju þær breyta? Vissulega kemur þetta aukafjármagn sér vel í rekstri búanna en það breytir ekki hinu raunverulega vandamáli sem hefur verið viðvarandi undanfarin ár og er afurðaverð til sauðfjárbænda.

Þessar 700 milljónir sem eiga að koma til bænda á þessu ári munu nýtast framleiðsluárið 2022 en hvað varðar framhaldið eru litlar líkur til þess að áburðaverð lækki aftur í fyrra horf. Miðað við hvernig rekstrarumhverfi sauðfjárbænda hefur verið upp á síðkastið tel ég nokkuð ljóst að flestir sauðfjárbændur hafi nú þegar hagrætt í áburðarkaupum eins og þeir hafa tök á og því lítið svigrúm til að minnka kaupin enn frekar. Sauðfjárbændur halda í vonina að afurðaverð nái fyrri hæðum en því miður gerist það afar hægt og verðið ekki komið í sömu krónutölu og það var í fyrir verðfall, árið 2015. 

Afurðaverð til sauðfjárbænda 

Eftir að hafa skoðað heimasíðu norsku bændasamtakanna velti ég fyrir mér hvort eitthvað af því sem þar er gert gæti virkað fyrir sauðfjárbændur á Íslandi. Norsk stjórnvöld hafa fyrir nokkru síðan gefið út að þau munu auka stuðning við norska bændur vegna hækkunar áburðarverðs. Norðmenn búa við landbúnaðarkerfi sem er ansi frábrugðið okkar, þar er opinber verðlagning á afurðaverði til bænda og jafnframt kerfi sem stýrir jafnvægi á markaði. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld sem byggja á nokkurs konar rekstrargrunni og hægt að leggja til breytingar á stuðningi út frá rekstrarlegum forsendum. Til dæmis er tekið mið af vöxtum á fjármagni á hverjum tíma, verð á fóðri, innfluttum vélum og ekki síst almennri launaþróun í landinu.

Samkvæmt skýrslu Lbhí frá 2021, sem ber heitið Afkoma sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana, kemur fram að beinn framleiðslukostnaður (án afskrifta og fjármagnsliða) dilkakjöts var 1.133 kr/kg árið 2019 en á sama tíma var meðalverð afurðastöðva fyrir dilkakjöt 444 kr/kg. Í þessari skýrslu kemur einnig fram að framleiðslukostnaður kindakjöts er hærri hér á landi en í flestum helstu sauðfjárræktarlöndum heimsins. Upplýsingar um vinnuþáttinn á íslenskum sauðfjárbúum eru takmarkaðar, sérstaklega upplýsingar um samspil sauðfjárræktarinnar við aðra tekjuöflun bænda. Mikilvægt er að þetta samspil sé rannsakað frekar til að við fáum sem raunsæjasta mynd af eiginlegum rekstrarkostnaði. Við viljum að kerfið okkar byggi á rökum og raunverulegum gögnum.

Áhugavert væri að gera vinnustundamælingar á sauð­fjárbúum í þeim tilgangi að meta hvað eitt ársverk er hjá sauðfjárbónda og ætla laun sem eru í takt við launakjör í landinu. Árið 2021 voru meðallaun ríkisstarfsmanna 911 þúsund á mánuði fyrir skatt sem gerir tæpar 11 milljónir í árslaun. Algeng ársvelta á 600 kinda búi eru um 18 milljónir, afurðatekjur og opinberar greiðslur. Þeir sem þekkja til á slíku búi gera sér grein fyrir því að svo stórt sauðfjárbú þarf meira vinnuframlag á ársgrundvelli en frá einum einstaklingi.

Að lokum

Ég held að allir geti verið sammála um það að sauðfjárbændur á Íslandi fái of lágt verð fyrir sínar afurðir. Einskiptisaðgerðir til aðstoðar bændum koma sér vissulega vel en taka samt ekki á hinu raunverulega vandamáli. Viðvarandi verkefni deildar sauðfjárbænda innan BÍ og stjórnar BÍ hverju sinni er að bæta kjör sauðfjárbænda og vil ég brýna það góða fólk til að leita lausna á hinu raunverulega vandamáli sauðfjárbænda. Við höfum fyrirmyndir frá öðrum löndum og íslenskir kúabændur hafa búið við opinbera verðlagningu í lengri tíma, ég myndi vilja sjá rekstrarform sauðfjárbús mátað inn í slíkt form.

Birgir Þór Haraldsson
Kornsá

Arfleifð bújarða
Lesendabásinn 12. maí 2022

Arfleifð bújarða

Eftir margra ára vinnu, blóð og svita kemur að því að bændur bregði búi og snúi ...

Hvernig tryggjum við fæðuöryggi
Lesendabásinn 6. maí 2022

Hvernig tryggjum við fæðuöryggi

Það hefur aldrei vantað neitt upp á að þjóðin og stjórnmálamenn vilji í orði try...

Blóðmerahald í samanburði við annan húsdýrabúskap
Lesendabásinn 6. maí 2022

Blóðmerahald í samanburði við annan húsdýrabúskap

Húsdýrabúskapur byggist á því að menn halda skepnur og hafa gott af þeim á einhv...

Er veisluhöldunum að ljúka?
Lesendabásinn 29. apríl 2022

Er veisluhöldunum að ljúka?

Fyrirsagnir í heimspressunni, sem og innlendum fjölmiðlum, vísa nú í vaxandi mæl...

Reikult er rótlaust þangið
Lesendabásinn 28. apríl 2022

Reikult er rótlaust þangið

Allt frá því að land byggðist hefur það verið okkur lífsnauðsynlegt að nýta auðl...

Íslenskur landbúnaður og fæðuöryggi
Lesendabásinn 13. apríl 2022

Íslenskur landbúnaður og fæðuöryggi

Nú er komin upp sú staða í þriðja skiptið á fáeinum árum að spurningar vakna um ...

Blöndulína 3 í bígerð
Lesendabásinn 7. apríl 2022

Blöndulína 3 í bígerð

Landsnet undirbýr byggingu á rúmlega 100 km langri 220 kV raflínu, Blöndulínu 3,...

Ákall til íbúa og sveitarstjórna í dreifbýli Íslands
Lesendabásinn 1. apríl 2022

Ákall til íbúa og sveitarstjórna í dreifbýli Íslands

Nú er hafið kapphlaup að setja upp vindmyllugarða úti um allt land. Að þessu sta...