Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að lifa með reisn
Mynd / Bbl
Lesendarýni 23. september 2021

Að lifa með reisn

Höfundur: Oddný G. Harðardóttir

Ísland er ríkt land og hér á að vera best í heimi að búa, eldast og eiga gott ævikvöld. Því miður á það ekki við um alla þá sem eldri eru hér á landi.

Allt of margir eldri borgarar og öryrkjar verða að draga fram lífið á lífeyri sem er langt undir lágmarkslaunum.

Munur á kjörum þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun og launamanna á lægstu launum, er nú tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Bilið breikkar ár frá ári vegna þess að lífeyrir hækkar ekki í takti við lægstu laun.

Í þessum hópi sem er haldið fátækustum á Íslandi eru eldra fólk og öryrkjar. Og það er pólitísk ákvörðun.

Þó að í þessum hópi séu eldri borgarar af báðum kynjum og vandamálið jafn slæmt þegar litið er á hvern einstakling fyrir sig, þá er erfitt að horfa fram hjá því að kynbundinn launamunur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar að þær eru ungar. Hann hefur áhrif á öll réttindi sem þær ávinna sér á vinnumarkaði. Konur fá lægri orlofsgreiðslur en karlar og lægri lífeyri og margar hafa gert hlé á veru á vinnumarkaði vegna barneigna. Þess vegna eru konur líklegri til að búa við fátækt á efri árum.

Ef við höfum manndóm í okkur til að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti þá getum við auðveldlega bætt kjör eldra fólks. Það er engin reisn yfir þjóð sem heldur öldruðum og öryrkjum á allra verstu kjörunum, neðan við fátækramörk.

Samfylkingin ætlar að breyta þessu og sjá til þess að lífeyrir verði aldrei lægri en lægstu laun. Við ætlum líka að fjórfalda frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna, úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þúsund krónur og þrefalda frítekjumark atvinnutekna úr 100 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund krónur.

Með mannsæmandi eftirlaunum og lífeyri, sveigjanlegri starfslokum og einfaldari útreikningum aukum við líkur á að fólk geti í raun varið rétt sinn og lifað með reisn ævina út.

 

Kjósið Samfylkinguna 25. september – það borgar sig.

 

Oddný G. Harðardóttir,
skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...