Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Fimm fréttir
Leiðari 16. desember 2022

Fimm fréttir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð landbúnaðartengd tíðindi ársins.

Riðugenið finnst

Lengi var talið að hið alþjóðlega viðurkennda verndandi ARR arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé væri ekki að finna í íslenska sauðfjárstofninum. Við leit að öðrum verndandi arfgerðum fann rannsóknarteymi óvænt sex einstaklinga með ARR genið, þ.á m. hrútinn Gimstein frá Þernunesi sem fluttur var á sæðingarstöð til að leggja sitt af mörkum til ræktunar á riðuþolnum sauðfjárstofni.

Erfðamengisúrval innleitt

Ný greining á erfðamengi íslenskra nautgripa verður framvegis notuð til að reikna út hversu efnilegir þeir eru til framræktunar á mjólkurkúm. Nýtt skipulag, svokallað erfðamengisúrval, við ræktun mun gera það að verkum að kynbótaframfarir verða örari með styttra ættliðabili. Ávinningur hraðari erfðaframfara er m.a. sagður geta numið tugum milljóna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn.

Kornrækt á dagskrá

Kornrækt var tíðrædd á árinu. Verðskulduð athygli möguleika kornræktar hér á landi varð til þess að efling hennar komst á dagskrá stjórnkerfisins. Starfshópur vinnur nú að því að teikna upp aðgerðaráætlun svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein hér á landi.

Sprett úr spori

Þegar landið stóð frammi fyrir alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu vegna áhrifa heimsfaraldurs og innrás Rússlands í Úkraínu á framboðskeðjur var skipaður spretthópur á vegnum matvælaráðuneytis. Vann hópurinn á nokkrum dögum tillögur að lausnum og út frá þeim var tekin ákvörðun um að koma til móts við hamfarahækkanir á aðföngum og afkomuvanda með 2,5 milljarða króna stuðningi til frumframleiðenda, sem síðan var greitt út á haustdögum. Sýndi það ekki síst að hröð vinnubrögð geta átt sér stað í stjórnkerfinu.

Fæðuöryggi í forgrunni

Bændur, fagfólk og sérfræðingar, hagsmunaaðilar, stjórnendur og áhugafólk um landbúnað höfðu ný tækifæri til að koma saman til skrafs og ráðagerða. Í nóvember birtist okkur drög að matvælastefnu fyrir Ísland og samhliða því var haldið Matvælaþing í Hörpu þar sem stefnan var skeggrædd. Þar að auki héldu Bændasamtök Íslands í fyrsta sinn Dag landbúnaðarins í október, málþing sem ætlað var að varpa fram ýmsum áskorunum og framtíðarverkefnum. Ætlunin er að báðir viðburðirnir verði að árlegum dagskrárlið. Þá mættu tugþúsundir á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður, sem ber vitni um almennan áhuga landans á landbúnaði og matvælaframleiðslu.

Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Bestu óskir um gleðilega hátíð. Megi gæfa fylgja ykkur inn í nýtt ár.

Tölur óskast
Leiðari 24. mars 2023

Tölur óskast

Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirsp...

Að fatta
Leiðari 10. mars 2023

Að fatta

Sögnin „að fatta“ hefur verið mér hugleikin undanfarna daga.

Merkingar landbúnaðarafurða
Leiðari 9. mars 2023

Merkingar landbúnaðarafurða

Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingar...

Leikreglurnar
Leiðari 24. febrúar 2023

Leikreglurnar

„Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðu...

Villandi framsetning
Leiðari 10. febrúar 2023

Villandi framsetning

Yfirgnæfandi meirihluti neytenda telur upprunamerkingar á mat mikilvægar, ef mar...

Verklag og forgangsröðun
Leiðari 13. janúar 2023

Verklag og forgangsröðun

Í þessu fyrsta tölublaði Bændablaðsins árið 2023 má finna sögu bænda á Suðurland...

Fimm fréttir
Leiðari 16. desember 2022

Fimm fréttir

Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð ...

Heiðarleg tilraun
Leiðari 2. desember 2022

Heiðarleg tilraun

Ég sat Matvælaþing í Hörpu í síðustu viku. Með viðburðinum sköpuðu forsvarsmenn ...