Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýnemar við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi hittust fyrir skömmu á Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.
Nýnemar við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi hittust fyrir skömmu á Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.
Mynd / Garðyrkjuskólinn á Reykjum
Líf og starf 16. ágúst 2022

Nýnemar hittust í Grasagarðinum

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þann 28. júní síðastliðinn gafst nýnemum og kennurum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi kostur á að hittast í fyrsta sinn í Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Samtals eru skráðir í nám rúmlega 140 nemendur á hinum ýmsu stöðum námsframvindunnar.

Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­meistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, gerði grein fyrir nýrri stöðu garðyrkjunámsins.

Bóknámið við skólann tekur tvö ár í staðarnámi en fjögur ár í fjarnámi og við bætist 60 vikna verknámstími til fullnaðarútskriftar sem fullnuma garðyrkjufræðingur. Færst hefur í vöxt að nemendur kjósi að stunda fjarnám við skólann og nú er meirihluti nemenda fjarnemar.

Námið kynnt

Brautastjórar kynntu sex ólíkar námsbrautir sem kenndar eru en þær eru: Skrúðgarðyrkju-, Blómaskreytinga- og Ylræktarbraut, Braut um lífræna ræktun grænmetis, Garð- og skógarplöntubraut og Skógur og náttúra.

Allir kennarar við skólann hafa áratuga reynslu í sérfögum garðyrkjunnar og hafa stundað kennslu árum saman við skólann. Deildarfulltrúi sagði frá sínum störfum, einkum þeim sem lúta að samskiptum við nemendur og starfsfólk.

Auk þess sem Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík, kynnti fjölbreytta starfsemi garðsins.

Nám í garðyrkju til FSu

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, gerði grein fyrir nýrri stöðu garðyrkjunámsins. Sú grundvallarbreyting hefur orðið að Garðyrkjuskólinn er ekki lengur hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með komandi skólaári, en heyrir alfarið undir Fsu.

Kennslan mun áfram vera á Reykjum og farið verður rólega í breytingar. Vonir standa til að húsakostur skólans verði endurnýjaður á næstu árum, sérstaklega með þarfir verklegrar kennslu í huga. Þá er sú nýbreytni í vinnslu að nemendur munu geta í framtíðinni lokið námi við skólann með stúdentspróf frá FSu, auk garðyrkjuréttinda.

Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri tók nýnema í verklegar æfingar í Grasagarðinum. Nemendur skulu skila safni þurrkaðra íslenskra plantna í áfanga um Íslensku flóruna en til þess þurfa þeir að kynnast réttum vinnubrögðum. Einnig var skoðaður sýnisgarður matjurta sem þar er að finna.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...