Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Indverskur  grænmetisréttur (Dal Karry Samosa)
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 4. mars 2022

Indverskur grænmetisréttur (Dal Karry Samosa)

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Bragðmikið linsubauna (dal) karrí er fyllingin fyrir samósu kodda með stökku deigi. En það má líka framreiða eitt og sér með hrísgrjónum.

Dal Karry Samosa

Hráefni fyrir deigið:
(Hægt er að kaupa tilbúið vorrúlludeig til að spara undirbúning).

  • 1 bolli (130 g) hveiti
  • 1/4 tsk. salt
  • 2 matskeiðar jurtaolía, auk olíu til steikingar
  • Volgt vatn
  • Fyrir fyllinguna:
  • 1 matskeið jurtaolía
  • 1/4 bolli (30 grömm) gulur laukur, smátt saxaður
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður eða rifinn
  • 1/2 tsk. ferskt engifer, smátt saxað eða rifið
  • 1/4 tsk. túrmerikduft
  • 1/4 tsk. garam masala
  • 1/2 tsk. malað kúmen (cumin)
  • 1/4 bolli (50 g tómatar úr dós, tæmd af vökva
  • 11/2 bolli (115 g) kartöflur, skrældar, skornar í teninga
  • 1/4 bolli (50 g) linsubaunir
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/2 tsk. salt eða eftir smekk


Aðferð fyrir deigið:
Bætið hveiti og salti í stóra blöndunarskál, blandið saman. Bætið við olíunni og smá vatni. Blandið með gaffli þar til deigið fer að festast saman, bætið við vatni, smá í einu eftir þörfum. Notið hendurnar til að búa til bolta. Flytjið deigkúluna yfir á hveitistráð yfirborð og hnoðið þar til slétt, um það bil 1 mínútu. Deigið ætti ekki að vera klístrað eða þurrt. Hyljið vel með plastfilmu og setjið til hliðar í 30 mínútur.

Aðferð fyrir fyllingu:

Bætið olíunni á pönnu yfir meðalhita. Þegar olían er orðin heit, bætið lauknum við og eldið í nokkrar mínútur þar til hann byrjar að mýkjast. Bætið hvítlauk við, engifer, túrmerik, garam masala og kúmeni.

Hrærið og eldið í mínútu til að elda kryddin. Bætið tómötum, kartöflum, linsubaunum og lárviðarlaufi saman við, blandið vel saman. Bætið við 3/4 bollum af vatni, hrærið.

Lokið að hluta og látið malla í um 20 mínútur þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar og sósan þykknað og enginn vökvi er lengur. Slökkvið á hitanum. Notið gaffal til að stappa kartöflurnar og hluta af linsubaununum en skiljið hluta þeirra eftir heilar. Bætið salti við.

(Athugið: Salti er aldrei bætt við linsubaunir áður en þær eru eldaðar því þær munu taka lengri tíma í eldun).

Skiptið deiginu í 4 jafna hluta. Rúllið hverju þeirra í kúlu. Takið 1 kúlu (breiðið yfir afganginn svo þær þorni ekki með rökum klút) og rúllið út í 15 senti­metra hring.

Ekki ætti að vera þörf á að nota hveiti fyrir þetta. Skerið hringinn í tvennt.

Takið annan helminginn og gerið keilu með því að taka tvo enda skurðarhliðarinnar og brjóta þá inn í miðju. Bleytið brúnirnar með vatni með fingrinum og þrýstið brúnunum vel saman og passið að þær séu vel lokaðar. Ekki vera smeyk við að vinna deigið og móta. Ef það klúðast, endurmótið deigið og byrjið aftur.

Fyllið með matskeið af linsubaunablöndunni. Bleytið deigbrúnina og klípið vel saman til að þétta og brjótið snúninginn á sig til að klára þríhyrningsformið. Endurtakið þar til allir samosa koddarnir er tilbúnir.

Hitið 2 bolla af olíu á pönnu með háum hliðum í 170 gráður. Steikið samosakoddana þar til þeir eru gullinbrúnir, um 4-5 mínútur. Snúið við og endurtakið. Þerrið á pappírshandklæði.

Rjómalagt pasta með stökku salami

Þetta er afbrigði af pasta carbonara, oft er hráefni í það til eldhúsinu! Hægt er að nota afgangsost og beikonið virkar auðvitað líka sem er meira hefðbundið. Því er auðvelt að gera þennan fljótlegan rétt.

3 egg

1 bolli rifinn parmesan ostur

4 sneiðar salami

Ólífuolía

3 pressuð hvítlauksrif

3/4 skammtar spaghetti pasta

Salt og pipar

Steinselja til skrauts (má sleppa)

Aðferð

Þeytið saman egg og parmesan í stórri skál. Skerið salami í ræmur. Hitið pönnu yfir miðlungsháan hita með ólífuolíu. Eldið salamí og hvítlauk þar til kryddpylsan er stökk. Elda spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka, áður en pastað er sigtað skaltu geyma 1 bolla af pastavatninu. Bætið heitu pasta við eggjablönduna ásamt hvítlauk og helmingnum af salami kryddpylsunni. Blandið saman, bætið við pastavatni til að hjúpa pastað í rjómakennda sósu. Kryddið með salti og pipar ef þarf. Berið fram toppað með steinselju og afganginum af salami til skrauts.

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...