Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Það er svo sannarlega líf og fjör hjá Kvenfélagi Ólafsvíkur sem gengur þó rösklega til verka þegar það á við. Hér standa þær stöllur við líkan af útilistaverkinu „Gleði/Framtíð“ eftir Sigurð Guðmundsson listamann, sem var reist skammt frá leikskólanum Krílakoti til að minnast stofnunar hans.
Það er svo sannarlega líf og fjör hjá Kvenfélagi Ólafsvíkur sem gengur þó rösklega til verka þegar það á við. Hér standa þær stöllur við líkan af útilistaverkinu „Gleði/Framtíð“ eftir Sigurð Guðmundsson listamann, sem var reist skammt frá leikskólanum Krílakoti til að minnast stofnunar hans.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, samtök kvenna sem vildu láta gott af sér leiða á tímum mikillar fátæktar.

Félögin lögðu einnig áherslu á að auka réttindi kvenna, menntun, kosningarétt og annað sem gat létt þeim lífið. Í dag eru hérlendis sautján héraðssambönd og kvenfélög og innan þeirra eru aðildarfélögin ótalmörg.

Kvenfélagasamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (KSH) er eitt héraðssambandanna, stofnað árið 1965 og starfar í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Innan KSH starfa um 205 konur innan aðildarfélaganna sem hvert um sig lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að hinum ýmsu verkefnum.

Stóðu að stofnun fyrsta leikskólans á Ólafsvík

Kvenfélag Ólafsvíkur er eitt þeirra. Árið 1969 beittu þær sér fyrir byggingu fyrsta leikskólans í Ólafsvík og að settur yrði upp gæsluvöllur, ekki síst til þess að auðvelda konum þátttöku á vinnumarkaðnum. Eftir þriggja ára fjáröflun var leikskólinn opnaður. Kvenfélagið stóð fyrir rekstri hans fyrstu tvö árin en svo tók Ólafsvíkurhreppur við. Gaman er að segja frá því að nú í haust létu þær setja upp útilistaverkið „Gleði/ Framtíð“ eftir Sigurð Guðmundsson, við Gilið, skammt frá leikskólanum Krílakoti, til þess að minnast stofnunar hans.

Sóley Jónsdóttir, formaður félagsins, segir þær ætíð hafa nóg fyrir stafni í desember. Árlegur jólafundur þeirra hefur þegar verið haldinn, nú í ár á Gilsbakka þar sem þær borðuðu góðan mat, skiptust á gjöfum og nutu samverustundar við mikil hlátrasköll.

„Við í Kvenfélagi Ólafsvíkur höfum nóg að gera á þessum tíma árs, stöndum til dæmis fyrir aðventukvöldi í kirkjunni okkar fyrsta sunnudag í aðventu og það heppnaðist vel eins og alltaf. Þar söng skólakórinn og tónlistarkennarar fluttu tónlist, lesin var jólasaga og við fengum að heyra af jólaundirbúningi og hefðum einnar kvenfélagskonu sem er af pólsku bergi brotin. Við ásamt fleiri félögum á svæðinu stöndum svo fyrir jólaballi á milli jóla og nýárs. Það er alltaf mikið um að vera hjá okkur, enda njótum við þess að vinna saman að þessum skemmtilegu verkefnum,“ segir Sóley.

Kvenfélag Ólafsvíkur naut sín vel á árlegum jólafundi.

Gleym mér ei í Grundarfirði

Annað aðildarfélag KSH er Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði. Jóhanna Hallbergsdóttir, formaður þess, segir þær frúrnar einnig hafa haldið árlegan jólafund nýlega þar sem þær gæddu sér á dýrindis hangikjöti og yndislegum eftirrétti áður en skipst var á gjöfum. Jólastemningin var allsráðandi og við mikla gleði fundarkvenna tróðu upp tvær ungar dömur, þær Emelía og Telma, sem sungu jólalög af mikilli list, en þær eru að læra söng í grunnskólanum.

Kvenfélagið Gleym mér ei var stofnað 10. júlí árið 1932 og líkt og stöllur þeirra í Ólafsvík stóðu þær fyrir opnun gæsluvallar árið 1966 auk þess að hafa staðið reglulega fyrir styrkveitingum og almennum líknar- og mannúðarmálum gegnum árin.

Þær skemmtu sér vel, frúrnar í Kvenfélaginu Gleym mér ei.

Gott að tilheyra öflugum hópi kvenna

Jólafundur Kvenfélags Hellissands var einnig á döfinni, í samræmi við hefðbundinn fundartíma fyrsta mánudags í mánuði og var sú árlega undanþága gerð að mökum var boðið með á fund. Í þetta skiptið var styrktarmálefni tekið fyrir, valin var kona kvöldsins auk þess sem farið var í liðakeppni sem vakti mikla gleði og hlátur svo ætlaði um koll að keyra. Ef til vill í takt við óveðrið sem úti geisaði á sama tíma. Formaður Kvenfélags Hellissands, Adela Marcela Tuloiu, segir að þó varla hafi verið stætt hefði hún verið með bros á vör og gleði í hjarta yfir að tilheyra svona flottum og öflugum hópi af konum.

Má segja að það séu falleg lokaorð, flottar og öflugar konur geta nefnilega allt.

Auk ofantalinna kvenfélaga eru nefnd aðildarfélög KSH; Kvenfélagið Björk, Helgafellssveit, Kvenfélagið Hringurinn, Stykkishólmi og Kvenfélagið Liljan, Eyja- og Miklaholtshreppi. Mikil starfsemi fer alla jafna fram í kvenfélögum og þessar mætu konur Snæfells- og Hnappadalssýslu eru allar hluti af bættum hag samfélagsins – eins og kvenfélagskonur allar.

Farið var í liðakeppni á jólafundi Kvenfélags Hellissands sem vakti óhemju kátínu en sú árlega undanþága var gerð að makar fengu að sitja fundinn.

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...

Heydreifikerfi
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydrei...

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.

Lífrænn lífsstíll hjartans mál
Líf og starf 3. febrúar 2025

Lífrænn lífsstíll hjartans mál

Anna María Björnsdóttir, fulltrúi Lífræns Íslands, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssy...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f