Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Börn stilla sér upp hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti.
Börn stilla sér upp hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti.
Líf og starf 2. september 2024

Um 4.500 gestir sóttu bændur heim

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Síðasta sumar fagnaði félagið Beint frá býli 15 ára afmæli. Haldið var upp á tímamótin með Beint frá býli-deginum og var leikurinn endurtekinn 18. ágúst síðastliðinn þar sem um 4.500 manns komu í heimsóknir til bænda.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá býli, segir að dagurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður og sannarlega stimplað sig inn sem árlegur viðburður. Sjö gestgjafar, sem eru félagar í Beint frá býli, buðu heim, hver í sínum landshluta og komu aðrir félagar í samtökum smáframleiðenda matvæla, sem Beint frá Býli er aðildarfélag að, á bæi gestgjafanna til að taka þátt í matarmarkaði. Segir Oddný að fjöldinn hafi verið það mikill að varla hefði mátt koma fleiri gestum fyrir á bæjunum og að rífandi sala hafi verið á matarmörkuðunum.


„Tilgangur dagsins var að gefa landsmönnum kost á að heimsækja slík býli og bæði kynnast og kaupa vörur beint af smáframleiðendum, samhliða því að eiga góðan og fjölskylduvænan dag á íslensku bóndabýli, síðasta helgidag fyrir skólabyrjun,“ segir Oddný. Auk matarmarkaðarins var boðið upp á ýmsa skemmtun, leiðsögn um starfsemina á býlinu, veitingasölu og svo bauð félagið gestum upp á kökusneið, kaffi og djús.

Þarft sé að vekja athygli á þeirri starfsemi sem stunduð er á lögbýlum landsins og á hugtakinu „beint frá býli“, sem sé notað um framleiðslu svokallaðra heimavinnsluaðila og vörum smáframleiðenda sem framleiða matargersemar úr fjölbreyttum afurðum hringinn í kringum landið.

Gestgjafarnir sem buðu heim eru eftirfarandi; Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti, Grímsstaðir í Reykholtsdal, Egilsstaðir í Fljótsdal við Óbyggðasetrið, Húsavíkurbúið á Ströndum (haldinn á Sauðfjársetrinu Sævangi á Ströndum), Háhóll geitabú í Nesjum í Hornafirði, Svartárkot í Bárðardal og Brúnastaðir í Fljótum.

8 myndir:

Skylt efni: beint frá býli

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...