TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatölur nálgast þær sömu og við viljum hafa í kæliskápnum.

En hvað er eiginlega aftast í þessum skáp, er kannski hægt að nýta betur það sem þar er og spara bæði fyrir umhverfið og heimilisbókhaldið? Hverjir hafa efni á að henda allt að 30% af matvælum sem rata heim í ísskápinn? Ég hvet lesendur til að tæma ísskápinn reglulega, hunsa vol og væl frá heimilisfólkinu og koma góðu hráefni, sérstaklega ferskvöru og afgöngum, í umferð áður en það er orðið of seint. TTK, tekið til í kælinum er réttur sem á uppruna sinn í ísskápatiltekt, hráefnið getur verið hvað sem og allt mögulegt sem birtist og svo er bara að velja úr og setja saman bragðgóðan rétt hverju sinni.

Ef eitthvað er að marka fréttir þá hefur ofan í árvissa gúrkutíð í fjölmiðlum runnið yfir okkur sannkallað gúrkuæði í sumar og íslenskar gúrkur seljast sem aldrei fyrr. Samfélagsmiðlum og þeim sem njóta vinsælda, aðallega á Tik Tok er eignaður heiðurinn og æðið á miðlunum er ekki bara hér á landi. En auðvitað vitum við að íslenskar gúrkur eru einfaldlega holl gæðavara, sem á heima á matseðlinum sem oftast, heil, hálf, skorin, söxuð, maukuð, í sósum, salötum og súrsuð.

Skyr er svo gott í alls konar, sem millimál, í þeytinginn nú eða sem eftirréttur. Skyrmús með hvítu súkkulaði er einhver einfaldasti eftirréttur sem er til og tekur örfáar mínútur að búa til, prófið endilega.

Lamba TTK með sesam og eldpipar

Eldað lambakjöt
Rauðlaukur
Hvítlauksrif
Soðnar kartöflur
Matarolía

Sriracha eldpiparsósa
Sojasósa

Sesamfræ
Vorlaukur
Feykir
Svartur pipar

Einn af mörgum möguleikum með kjötafganga, lamb eða annað kjöt sem er að finna hjá ykkur, er að gera einfaldan rétt á pönnu. Grunnurinn er laukur, hvítlaukur og eftir atvikum annað grænmeti. Við sleppum hlutföllum að þessu sinni, skerið grænmetið gróft og svitið í olíu á pönnu ásamt kjötinu sem þið hafið skorið í grófa bita. Bætið sesamfræjum saman við og eldið áfram í 1–2 mínútur áður en þið bætið sojasósu, eldpiparsósu og svörtum pipar við. Smakkið til með sósunum og athugið að nota ekki salt fyrr en í lokin ef þarf, þar sem sojasósan er mjög sölt. Saxið vorlauk og setjið á réttinn og endið á að rífa ostinn yfir.

Gúrkusalat með eplum og dilli

1 gúrka
1⁄2 grænt epli
2 msk eplaedik
1 msk matarolía
Ferskt dill
Salt

Skerið gúrkuna í tvennt eftir endilöngu og skafið mjúka kjarnann úr. Skerið gúrkuna í jafnstóra bita eða sneiðar, saxið eplið frekar smátt. Blandið saman í skál og setjið eplaedik, matarolíu og grófsaxað dill saman við. Smakkið til með salti og e.t.v. bætið við meira ediki.

Snöggsúrsaðar gúrkur

1 gúrka
1 dl edik
1 dl vatn
2–3 msk sykur

Blandið saman ediki, vatni og sykri og látið sykurinn leysast upp. Skerið gúrku í þunnar sneiðar og hellið vökvanum yfir. Látið standa í stofuhita í klukkutíma ef þið borðið allt strax, eða setjið í loftþétt ílát í kæli þar sem þær geymast í nokkra daga. Hér er tilvalið að bæta líka við einhverjum lauk og ferskum kryddjurtum.

Skyreftirréttur með jarðarberjakrapi

Skyrmús
200 gr vanilluskyr
200 g hvítt súkkulaði
200 g rjómi
1 blað matarlím

Setjið matarlím í skál með köldu vatni. Setjið rjóma í pott og hitið að suðu, kreistið vatn úr matarlíminu og setjið í heitan rjómann, hellið yfir súkkulaðið og blandið vel.

Bætið skyri saman við og þeytið vandlega saman, gjarnan með töfrasprota. Kælið vel og þegar á að nota músina er hún sett í hrærivélaskál og þeytt í nokkrar mínútur. Borið fram með jarðarberjakrapi, ferskum jarðarberjum og stökkum marens.

Jarðarberjakrap

300 g jarðarber
100 ml vatn
50 g sítrónusafi, ferskur
60 g sykur
1 blað matarlím

Setjið matarlím í skál með köldu vatni. Maukið jarðarberin með sítrónusafa í blandara. Setjið vatn og sykur í pott og hitið þar til sykurinn leysist upp. Kreistið vatn úr matarlími og hrærið saman við. Blandið öllu saman og frystið í málmíláti. Frosið krapið er síðan skafið með gaffli eða skeið sem er vissulega þolinmæðisverk, en vel þess virði.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun