5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
Mynd / aðsend
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í sumar í tilefni af 95 ára afmæli staðarins en Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur 5. júlí 1928, sem var þá 28 ára gömul.

Glæsileg tónlistardagskrá hefur verið sett upp á staðnum alla laugardaga í sumar en þeir eru hluti af menningarveislu Sólheima. Tónleikarnir munu alltaf fara fram klukkan 14:00 og verða haldnir í Sólheimakirkju en ef aðstæður leyfa gætu þeir verið færðir á Péturstorg en það er útisvæði á staðnum.

Dæmi um tónlistarmenn, sem koma fram eru Örn Árnason og Jónas Þórir, undirleikari hans, 26. júlí, Friðrik Dór kemur fram 12. júlí, Sigga Beinteins og Grétar Örvars í Stjórninni 16. ágúst og KK mætir með gítarinn 23. ágúst.

Alla miðvikudaga og laugardaga í sumar er fólki svo boðið að mæta í tómatatínslu með fjölskylduna í gróðurhúsin á Sólheimum og þá er Græna kannan, kaffihús staðarins, opið alla daga frá klukkan 11:00 til 17:00 og verslunin Vala á sama tíma.

Þá má geta þess að á sunnudaginn 3. ágúst klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Sólheimakirkju þar sem sr. Pálmi Matthíasson messar og Anna Sigga og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris.

Skylt efni: Sólheimar

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarni...

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.