Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður um skemmtan en eins og er hafa sex leikfélög valið sér verk og eru áætlaðar frumsýningar frá 21. september.

Leikfélag Kópavogs ríður á vaðið með verkinu Ferðin til Limbó, en höfundur þess er Ingibjörg Þorbergs, sem einnig á heiður af tónlistinni. Næst tekur við Leikfélag Hveragerðis með barnaleikritinu vinsæla Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og verður frumsýnt 28. september. Þann 11. október má hlakka til að sjá annað tilbrigði við Ávaxtakörfuna í höndum Leikfélags Sauðárkróks og svo þann átjánda setur Leikfélag Keflavíkur verkið Allir á svið – á svið, eftir Michael Frayn.

Leikfélagið Lauga sér fyrir sér að frumsýna Ævintýrabókina þann 25. október en höfundur hennar er Pétur Eggerz og tónlistin eftir Guðna Franzson. Margir hlakka væntanlega til hins klassíska verks Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner sem verður sýnt á fjölum Leikfélags Vestmannaeyja í október og svo tekur Leikfélag Kópavogs fyrir verkið Rommí eftir D. L. Coburn.

Síðustu tvær sýningarnar verða eins og áður sagði í októbermánuði, en frumsýningardagurinn er ósettur enn og því um að gera að fylgjast með.

Sýningar áhugaleikhúsanna hafa yfir árin glatt hug og hjörtu landsmanna, sérstaklega þegar drungi vetrar liggur fyrir og því um að gera að hafa augun opin fyrir áætluðum sýningum.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...