Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tildra
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni milli sumar- og vetrarstöðva bæði á vorin og á haustin. Tildrur halda sig mest við ströndina í opnum fjörum og klettum þar sem þær velta við steinum og þangi í leit að æti. Tildrur geta verið nokkuð félagslyndar og sjást oft nokkrar saman eða í litlum hópum. Þegar þær eru uppteknar í ætisleit í fjörunni er oft gott að tylla sér niður og ef maður hefur hægt um sig geta þær komið mjög nálægt. Þær dvelja í Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku yfir vetrarmánuðina en á sumrin fara þær til Grænlands og Kanada þar sem varpstöðvarnar eru. Ísland er mikilvægur viðkomustaður á þessu ferðalagi. Hún er því eingöngu fargestur á Íslandi.

Skylt efni: fuglinn

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...