Svala og Alli Íslandsmeistarar
Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði aðeins eitt par 420 í sinn dálk. 6 impar inn.

Við skulum líta á handbragð Stefáns Stefánssonar í síðasta spili annarrar umferðar á WBT-mótinu.
Opnun Helga Sigurðssonar læknis og Stefáns á tveimur hjörtum lofar báðum hálitum en aðeins átta spilum ef ég skil sagnvenju þeirra rétt.
Stefán hefur aftur á móti aldrei verið smeykur við að glíma við krefjandi spil og lét vaða í geimið.
Suður spilaði út laufi. Virtist áhorfendum í fyrstu sem Stefán myndi óhjákvæmilega fara niður á hetjulegum samningum. En hann fann krók á móti bragði.
Stefán drap og spilaði jafnharðan laufi um hæl. Í þriðja slag hélt suður áfram laufsókninni. Spilið var sýnt á BBO og þeir áhorfendur héldu að Stefán myndi reyna að trompa í blindum sáu að spilið færi niður vegna yfirtrompunar. Leiðindalega. Eða hvað?
Stefán trompaði ekki heldur henti tígli tvisvar þegar hálaufi var spilað. Norður vissi ekkert hvað ætti að aðhafast þegar fjórða laufinu var spilað. Með trompsvinningum og töfrabörgðum spilaði spilið sig nánast sjálft eftir þetta.