Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu
Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í
Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð
og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Höfundur: jörn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði aðeins eitt par 420 í sinn dálk. 6 impar inn.

Stefán Stefánsson.

Við skulum líta á handbragð Stefáns Stefánssonar í síðasta spili annarrar umferðar á WBT-mótinu. 

Opnun Helga Sigurðssonar læknis og Stefáns á tveimur hjörtum lofar báðum hálitum en aðeins átta spilum ef ég skil sagnvenju þeirra rétt.

Stefán hefur aftur á móti aldrei verið smeykur við að glíma við krefjandi spil og lét vaða í geimið.

Suður spilaði út laufi. Virtist áhorfendum í fyrstu sem Stefán myndi óhjákvæmilega fara niður á hetjulegum samningum. En hann fann krók á móti bragði.

Stefán drap og spilaði jafnharðan laufi um hæl. Í þriðja slag hélt suður áfram laufsókninni. Spilið var sýnt á BBO og þeir áhorfendur héldu að Stefán myndi reyna að trompa í blindum sáu að spilið færi niður vegna yfirtrompunar. Leiðindalega. Eða hvað?

Stefán trompaði ekki heldur henti tígli tvisvar þegar hálaufi var spilað. Norður vissi ekkert hvað ætti að aðhafast þegar fjórða laufinu var spilað. Með trompsvinningum og töfrabörgðum spilaði spilið sig nánast sjálft eftir þetta.

Skylt efni: bridds

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...